Innlent

Starfs­maður sendi myndir á Snapchat af íbúa sam­býlis hand­leika kyn­færi sín

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn neitar sök í málinu, en aðalmeðferð í málinu fer fram þann 19. nóvember næstkomandi.
Maðurinn neitar sök í málinu, en aðalmeðferð í málinu fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Getty

Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat.

Er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot í opinberu starfi og að með háttseminni sært blygðunarsemi íbúa sambýlisins.

Í ákæru kemur fram að atvikið hafi átt sér stað síðasta dag marsmánaðar 2020. Maðurinn neitar sök í málinu, en aðalmeðferð í málinu fer fram þann 19. nóvember næstkomandi.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa í apríl 2020 hótað manni með skilaboðum á Instagram – skilaboðum sem voru til þess fallin að vekja hjá honum ótta um líf, heilbrigði og velferð hans.

Skilaboðin sem maðurinn er ákærður fyrir eru:

  • „eg er lika fara berja þig svo alvarlega“
  • „Eg er búinn að hringja lika i folk [nafn] minn“
  • „Passaðu þig“
  • „Ef þu ætlar að jarða mannorð þar sem eg hef reynt að standa mig eins og eg get, þa mun eg gjörsamlega ganga fra þer“
  • Horfðu a bakvið þig hvert sem þu ferð [nafn]“
  • „Eg er að fara að berja þig í klessu [nafn]“

Einnig er lögð fram einkaréttarkrafa um að ákærði verði dæmdur til að greiða 1,5 milljón króna. Þá er þess krafist að hálfu ákæruvaldsins að maðurinn verði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×