Innflytjendamál

Fréttamynd

„Ég vil vera á Íslandi því þetta er heimilið mitt“

Davíð Goði Þorvarðarson gerði myndband um mögulega brottvísun Kyönu Sue Powers frá Íslandi sem hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Á innan við sólarhring voru vel yfir fimmtán þúsund manns búnir að sjá það á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei fleiri að­fluttir Ís­­lendingar um­­­fram brott­flutta

Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Er­lent starfs­fólk er ferða­þjónustunni gríðar­lega mikil­vægt

Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Au pair látin gista í lítilli geymslu með bráða­birgða­tjaldi

Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að afturkalla dvalarleyfi filippseyskrar konu sem starfaði sem „au pair“ hjá íslenskri fjölskyldu. Leyfið var afturkallað eftir að konan hætti störfum hjá fjölskyldunni vegna aðstæðna sem hún lýsti sem óviðunandi.

Innlent
Fréttamynd

Skóli fyrir alla?

Nú þegar íslenskt samfélag tekur á móti fjōlda barna á flótta þurfum við að huga betur að menntun og aðlōgun þessara barna inn í grunnskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínu­menn á Ís­landi

Þar sem Úkraína er ekki innan Evrópska efnahagssvæðisins er líklega meirihluti Úkraínumanna hérlendis á tímabundnu dvalarleyfi. Fólkið er þá bundið því fyrirtæki sem fær útgefið dvalarleyfið, getur ekki sagt upp og ráðið sig annars staðar. Er í raun eins og innflutt hráefni í eigu fyrirtækisins og býr vanalega í húsnæði sem launagreiðandinn skaffar.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra ríkisstjórn, við hverju mega þessir 800 erlendu sérfræðingar búast?

Í dag las ég grein í Frettablaðinu þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði að eitt af forgangsverkefnum í ráðuneyti hennar væri að auðvelda komu erlendra sérfræðinga utan EES. Ég var undrandi að lesa þetta metnaðarfulla markmið frá nýja ráðuneytinu, í ljósi eigin persónulegrar reynslu sem fyrrverandi handhafi dvalarleyfis á grundvelli sérfræðiþekkingar, þar sem ég fór í gegnum ótrúlega niðurlægjandi, dýrt og fjandsamlegt umsóknarferli og öll áföllin sem því fylgdi.

Skoðun
Fréttamynd

Ég mun hafa heilsu sjúklinga minna að leiðarljósi framar öllu öðru

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) eru nú í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu. Fjölmargar umsagnir bárust um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Læknafélag Íslands (LÍ) og Félag læknanema (FL) hafa í umsögn til dómsmálaráðuneytis gert alvarlegar athugasemdir við 19. gr. frumvarpsins, sem bætir nýrri 114. gr. a við lögin. Lagt er til að hin nýju 114. gr. a, sem ber yfirheitið heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn, verði svohljóðandi:

Skoðun
Fréttamynd

Öllum lög­fræðingum Rauða krossins sagt upp störfum

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Skorað á dóms­mála­ráð­herra að segja af sér

Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gunnars­son og lands­dómur

Útlendingastofnun hefur mánuðum saman neitað Alþingi afhendingu umsókna til þingsins um veitingu ríkisborgararéttar með lögum. Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra hefur staðfest í grein á Vísi að stofnunin snuði þingið með vilja ráðherra

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisborgararéttur og Alþingi

Afskaplega undarleg umræða um Útlendingastofnun og afgreiðslu ríkisborgararéttar fór af stað á Alþingi á þriðjudaginn og það undir liðnum fundarstjórn forseta. Engu var líkara en að þingmenn sem tóku til máls væru að keppast um að fara rangt með staðreyndir málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur kaupir þrjú þúsund bækur

Forstjóri Brims segir fyrirtæki landsins ekki gera nóg til að efla íslenskukunnáttu starfsfólks síns. Hann er uggandi um stöðu tungumálsins og var að enda við að gefa eina stærstu bókagjöf á Íslandi um langt skeið.

Innlent
Fréttamynd

Eitt samfélag eða tvö?

Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Vörumst mistök annara í útlendingamálum

Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki bara saklaus brandari

Þetta er ekki bara saklaus brandari! Það er erfitt fyrir mig að trúa því́, að fulltrúi fólksins - Flokks flokksins - frambjóðandi til þings geri grín að kjósendum sinum og láti jafnvel birti það opinberlega.

Skoðun
Fréttamynd

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Innlent