Akureyri

Fréttamynd

Guggan komin heim en er ekki lengur gul

Hið landsfræga skip Guðbjörgin ÍS, eða Guggan, er komin aftur heim til Íslands eftir rúmlega tveggja áratuga útgerð erlendis. Guggan hefur hins vegar bæði fengið nýtt nafn, Snæfell EA, og tapað sínum einkennislit og er nú blá.

Innlent
Fréttamynd

Samviskusamur köttur hjá Icewear á Akureyri

Læðan Ágústa er magnaður köttur á Akureyri því hún lítur á sig, sem einn af starfsmönnum Icewear í göngugötunni enda situr hún meira og minna allan daginn við afgreiðsluborðið. Þá bíður hún við dyrnar á morgnanna eftir því að verslunin opni, enda samviskusöm með eindæmum þegar vinnan er annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan beitti pipar­úða

Lögreglan á Norðurlandi eystra beitti piparúða til að stöðva slagsmál í miðbæ Akureyrar um fimmleytið í nótt. Enginn var handtekinn en lögregla hlúði að þeim sem urðu fyrir piparúðanum.

Innlent
Fréttamynd

Skógar­böðin á Akur­eyri rýmd

Skógarböðin á Akureyri voru rýmd um hádegisbil í dag vegna reyks. Slökkvilið Akureyrar segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í rafmagnstöflu. Ekki hafi kviknað í.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýni og já­kvæðni á Einni með öllu

Hátíðin „Ein með öllu“ er haldin nú um verslunarmannahelgina á Akureyri, skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu. Hann vonar að Norðlendingar og gestir safnist saman og fagni því að geta hisst á ný.

Innlent
Fréttamynd

Vitlaust að gera á Norðurlandi við að þjónusta ferðamenn

Norðlendingar eru í skýjunum með það hvað ferðasumarið hefur gengið vel fram að þessu og þeir reikna með að það verði allt fullt af ferðamönnum á svæðinu fram á haust. „Það er allt vitlaust að gera“, segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Vel gert hjá flug­manninum að koma vélinni niður

Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél nauð­lenti í Tungudal

Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkra­húsið á Akur­eyri sett á ó­vissu­stig

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið sett á óvissustig, sem kemur til vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeild sem og skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum öllum. Gjörgæsludeild spítalans er ekki talin í stakk búin til að taka við fleiri sjúklingum eins og staðan er nú.

Innlent
Fréttamynd

Á­kváðu að hafa sjúk­linga frekar á barna­deild en á gangi

Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir gagnrýni hjúkrunarfræðinga á barnadeild sjúkrahússins réttmæta en að stjórnendur hafi einfaldlega ákveðið að betra væri að fullorðnir sjúklingar hlytu þjónustu á barnadeild frekar en á gangi spítalans. Þá sé mannekla í heilbrigðiskerfinu orðin vítahringur.

Innlent