Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 12:09 Fólk á Akureyri og öllu norðaustur horni landsins ætti að búa sig undir rafmagnsleysi í óveðrinu á morgun. vísir/vilhelm Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“ Veður Akureyri Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira
Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“
Veður Akureyri Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Sjá meira