Bláskógabyggð „Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Innlent 28.12.2023 19:13 Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Innlent 8.11.2023 11:31 Vísbendingar um ísbjörn á Langjökli Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 7.11.2023 16:04 Árekstur á Þingvallavegi Lögregla og sjúkralið var kallað til vegna áreksturs á Þingvallavegi í morgun. Innlent 5.11.2023 10:01 Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00 Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Lífið 22.10.2023 20:00 Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks. Innlent 21.10.2023 20:04 Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31 „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34 „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Innlent 16.10.2023 11:14 Áheitaganga með hátalara og rusl í sjúkrabörum Þeir voru einstaklega duglegir unglingarnir í Björgunarsveit Biskupstungna í gær þegar þau tóku þátt í áheitagöngu frá Reykholti í Bláskógabyggð á Borg í Grímsnesi. Innlent 7.10.2023 08:31 Nýttu sér forkaupsrétt á einu elsta húsinu á Þingvöllum Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu. Innlent 26.9.2023 06:41 Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. Innlent 16.9.2023 15:00 Rúmlega hálfrar milljóna króna búnaði björgunarsveitar stolið Björgunarsveitin Ingunn á Laugavatni metur tjón sitt upp á rúmlega hálfa milljón króna vegna innbrots í húsnæði sveitarinnar á dögunum. Formaður sveitarinnar segir tækjum og tólum sem notuð eru við leit og björgun hafa verið stolið. Innlent 27.8.2023 13:50 Fluttur slasaður af Langjökli eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landspítalanum í Fossvogi rétt fyrir klukkan sex í dag með slasaðan mann sem var fluttur af Langjökli eftir vélsleðaslys. Innlent 29.7.2023 17:55 Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24.7.2023 20:30 Náði að bjarga öllu nema eigin tannbursta Vegfarandi á Þingvöllum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í farþegarútu segir að ótrúlega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bílstjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tannbursta. Innlent 4.7.2023 14:26 Rúta brann við Þingvallavatn Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjábakkavegi austan við Þingvallavatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, gengu slökkvistörf vel. Innlent 4.7.2023 12:49 Þyrlusveitin sótti slasaðan reiðhjólamann Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný. Innlent 29.6.2023 23:48 Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35 Séra Kristján áfram vígslubiskup í Skálholti Séra Kristján Björnsson hefur verið endurkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar kjörinu lauk, en það stóð yfir dagana 7. til 12. júní. Innlent 12.6.2023 14:35 125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23 Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Innlent 3.6.2023 12:04 Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Innlent 30.5.2023 15:00 Vara við saur í Laugarvatni Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu. Innlent 17.5.2023 16:44 Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Innlent 9.5.2023 11:45 Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Innlent 7.5.2023 20:30 Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. Innlent 7.5.2023 11:00 Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Innlent 5.5.2023 11:04 Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Innlent 3.5.2023 16:05 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 14 ›
„Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Innlent 28.12.2023 19:13
Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. Innlent 8.11.2023 11:31
Vísbendingar um ísbjörn á Langjökli Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 7.11.2023 16:04
Árekstur á Þingvallavegi Lögregla og sjúkralið var kallað til vegna áreksturs á Þingvallavegi í morgun. Innlent 5.11.2023 10:01
Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00
Rúi og Stúi flottir á sviðinu í Aratungu „Að gera hlutina sjálfur, ekki stóla alltaf á að einhver annar geri þá“, er boðskapur sýningarinnar „Rúi og Stúi“, sem er fyrsta barnaleikritið, sem Leikdeild Ungmennafélags Biskupstunga sýnir nú í félagsheimilinu Aratungu og var frumsýnt um helgina. Lífið 22.10.2023 20:00
Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks. Innlent 21.10.2023 20:04
Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið. Innlent 18.10.2023 20:31
„Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur“ „Gærdagurinn var bæði ljótur og fallegur,“ segir Sigríður Jónsdóttir, dóttir bændanna á Efra-Apavatni í Bláskógarbyggð, en í gær fór fram umfangsmikil leit að sauðfé bæjarins eftir að komið var að dýrbítum í fénu fyrir rúmri viku. Innlent 17.10.2023 12:34
„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Innlent 16.10.2023 11:14
Áheitaganga með hátalara og rusl í sjúkrabörum Þeir voru einstaklega duglegir unglingarnir í Björgunarsveit Biskupstungna í gær þegar þau tóku þátt í áheitagöngu frá Reykholti í Bláskógabyggð á Borg í Grímsnesi. Innlent 7.10.2023 08:31
Nýttu sér forkaupsrétt á einu elsta húsinu á Þingvöllum Þingvallanefnd ákvað í vor að nýta sér forkaupsrétt á sumarbústað við Valhallarstíg og greiddi 40 milljónir króna fyrir húsið. Skoðað verður að vera með rekstur í húsinu. Innlent 26.9.2023 06:41
Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit. Innlent 16.9.2023 15:00
Rúmlega hálfrar milljóna króna búnaði björgunarsveitar stolið Björgunarsveitin Ingunn á Laugavatni metur tjón sitt upp á rúmlega hálfa milljón króna vegna innbrots í húsnæði sveitarinnar á dögunum. Formaður sveitarinnar segir tækjum og tólum sem notuð eru við leit og björgun hafa verið stolið. Innlent 27.8.2023 13:50
Fluttur slasaður af Langjökli eftir vélsleðaslys Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landspítalanum í Fossvogi rétt fyrir klukkan sex í dag með slasaðan mann sem var fluttur af Langjökli eftir vélsleðaslys. Innlent 29.7.2023 17:55
Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24.7.2023 20:30
Náði að bjarga öllu nema eigin tannbursta Vegfarandi á Þingvöllum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í farþegarútu segir að ótrúlega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bílstjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tannbursta. Innlent 4.7.2023 14:26
Rúta brann við Þingvallavatn Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjábakkavegi austan við Þingvallavatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, gengu slökkvistörf vel. Innlent 4.7.2023 12:49
Þyrlusveitin sótti slasaðan reiðhjólamann Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á leið til Reykjavíkur eftir æfingar á Austfjörðum þegar tilkynning barst um reiðhjólaslys í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Þyrlunni var lent þar og sá slasaði tekinn upp í og stefnan tekin á Reykjavík á ný. Innlent 29.6.2023 23:48
Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni. Innlent 26.6.2023 06:35
Séra Kristján áfram vígslubiskup í Skálholti Séra Kristján Björnsson hefur verið endurkjörinn vígslubiskup í Skálholtsumdæmi. Þetta varð ljóst í hádeginu þegar kjörinu lauk, en það stóð yfir dagana 7. til 12. júní. Innlent 12.6.2023 14:35
125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir. Innlent 7.6.2023 07:23
Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Innlent 3.6.2023 12:04
Dómur í máli kennara í Bláskógabyggð stendur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Bláskógabyggðar í máli kennara sem var í Landsrétti dæmdar miskabætur vegna ólöglegrar áminningar og uppsagnar. Innlent 30.5.2023 15:00
Vara við saur í Laugarvatni Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu. Innlent 17.5.2023 16:44
Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss. Innlent 9.5.2023 11:45
Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Innlent 7.5.2023 20:30
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. Innlent 7.5.2023 11:00
Reynslubolti og Tik Tok prestur glíma við vígslubiskupinn Nokkur spenna er í loftinu fyrir komandi kosningu vígslubiskups í Skálholti. Tveir prestar fengu einni fleiri tilnefningu en starfandi vígslubiskup. Innlent 5.5.2023 11:04
Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd. Innlent 3.5.2023 16:05