Innlent

Rúta brann við Þing­valla­vatn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rútan var gjörónýt.
Rútan var gjörónýt. Brunavarnir Árnessýslu

Eldur kom upp í rútu Viking bus á Gjá­bakka­vegi austan við Þing­valla­vatn á ellefta tímanum í morgun. Að sögn Péturs Péturs­sonar, slökkvi­liðs­stjóra hjá Bruna­vörnum Ár­nes­sýslu, gengu slökkvi­störf vel.

Rútan var að sögn Péturs á ferð þegar eldurinn kom upp. Öku­maður hennar stöðvaði hana í vegar­kanti þar sem hann og far­þegar komu sér út. Pétur segir ekki ljóst hver elds­upp­tök voru en ljóst er að rútan er gjör­ó­nýt. Brunavarnir Árnessýslu sendu tvo bíla á vettvang frá Laugarvatni og Selfossi. 

„Eldurinn kom upp á við­kvæmum stað á Þing­völlum svo að við urðum að bregðast skjótt við. Eldur kom upp í gróðri sem var sem betur fer blautur og því gekk vel að slökkva hann.“

Pétur segir að slökkvi­lið hafi auk þess þurft að bregðast við olíu­leka frá rútunni. Það hafi gengið vel og varð olíu­mengun því minni­háttar í þjóð­garðinum. Rúta náði í far­þega rútunnar og keyrði á Lauga­vatn.

Rútubílstjóri gat stöðvað bílinn og farþegar komið sér út. Brunavarnir Árnessýslu

Frétt uppfærð. 

Í upprunalegri frétt var fullyrt að um væri að ræða rútu á vegum Hópferðarmiðstöðvarinnar. Hið rétta er að rútan var á vegum Viking bus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×