Innlent

Náði að bjarga öllu nema eigin tann­bursta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rútan var gjörónýt eftir eldinn.
Rútan var gjörónýt eftir eldinn. Georg Aspelund

Veg­farandi á Þing­völlum sem varð vitni að því þegar eldur kviknaði í far­þegar­útu segir að ó­trú­lega mildi að enginn hafi slasast í eldinum. Bíl­stjórinn hafi verið snar í snúningum og tekist að bjarga öllu sem hægt var að bjarga nema eigin tann­bursta.

„Ég var að keyra fyrir aftan rútuna þegar hún stoppar allt í einu og allir hlaupa út. Bíl­stjórinn stöðvaði hana á miðjum veg sem var ó­trú­lega vel gert því að hann kom þannig í veg fyrir að meira tjón yrði á gróðrinum þarna í kring,“ segir Georg Aspelund í sam­tali við Vísi. Hann tók myndband af rútunni sem horfa má á neðst í fréttinni.

Eins og fram hefur komið sendu Bruna­varnir Ár­nes­sýslu tvo bíla á vett­vang. Slökkvi­störf tókust vel en eldur kviknaði í rútunni á við­kvæmum stað í Þing­valla­þjóð­garði.

Georg segist hafa rætt við bíl­stjóra rútunnar, sem var að ferja ítalska ferða­menn, eftir að mann­skapurinn hafði komið sér út. Hann hafi fundið lykt og á­kveðið að láta staðar numið þegar í ljós kom að eldur hafði kviknað í bílnum.

„Þetta var víst ný­legur bíll og hann taldi að það hefði lík­lega kviknað í raf­geyminum. Hann á­kvað að stöðva bílinn og var svo ó­trú­lega snöggur að losa bílinn. Far­angurinn bjargaðist en hann náði ekki að sækja tann­burstann sinn. Það er það eina sem hann missti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×