Reykjavík

Fréttamynd

Vilja að gistiskýlin séu opin allan daginn yfir jólin

Hópur heimilislausra manna mótmæltu lokun gistiskýlanna í Ráðhúsinu í dag. Þeir vilja fá að vera á sama staðnum allan daginn, og sérstaklega yfir jólin. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks segja hægt að gera meira fyrir heimilislausa. 

Innlent
Fréttamynd

Dýrara í Strætó á nýju ári

Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Neytendur
Fréttamynd

Fylgdi hyggju­vitinu og kom í veg fyrir stórbruna

Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum.

Innlent
Fréttamynd

Arnór Dan og Vig­dís Hlíf selja slotið

Arnór Dan Arnarson, söngvari í hljómsveitinni Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir í markaðsdeild Landsbankans hafa sett hæð sína við Laugarnesveg í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sí­brota­maður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark

Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Valur felur Frið­rik

Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægir menningarsamningar í höfn

Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta eru sorpfréttir ársins

Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna.

Innlent
Fréttamynd

Gosmengun á höfuð­borgar­svæðinu í nótt

Einar Halldórsson teymisstjóri loftgæðateymis Umhverfissstofnunar segir að gosmengunar gæti orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða fyrramálið. Það kemur einnig fram í tilkynningu á síðu Veðurstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Enginn reyk­skynjari í húsinu

Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann. 

Innlent
Fréttamynd

Snæ­dís Hekla dúxaði og badmintonkempa flutti ræðu

Fjölbrautarskólinn við Ármúla útskrifaði 75 nemendur af 12 brautum og þar af sjö af tveimur brautum. Hátíðleikinn var allt umlykjandi og gleðin skein úr andlitum nýstúdenta og gesta en brautskráning fór fram í hátíðarsal skólans.

Innlent
Fréttamynd

Reykurinn á Melhaga reyndist vera frá reykingu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á tíunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði yfir bílskúr á Melhaga í Reykjavík. Í ljós kom að reykurinn kom frá reykofni þar sem verið var að reykja máltíð í aðdraganda jóla.

Innlent
Fréttamynd

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Innlent
Fréttamynd

Manstu eftir Akra­borginni?

Á árunum 1956 til 1998 var Akraborgin helsta fólksflutningaleiðin yfir Faxaflóa. Ófáir Íslendingar eiga minningar af ferðum með Akraborginni enda flutti skipið um 250 þúsund farþega á ári.

Lífið
Fréttamynd

Hringt á lög­reglu vegna starfs­manna veitinga­staðar

Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Innlent