„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 14:36 Dagur ræddi samninga borgarinnar við olíufélögin í Sprengisandi. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira