Kópavogur

Fréttamynd

Hita­veitu fyrir Kópa­vog

Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað á að gera við afa?

Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði.

Skoðun
Fréttamynd

Barn lamið í höfuðið með skóflu

Tilkynnt var um slagsmál í Kópavogi í gærkvöldi. Þegar lögreglu bar að garði var mikill æsingur á vettvangi. Flytja þurfti einn á bráðamóttöku sem hafði verið laminn í höfuðið með skóflu. Barnavernd var gert viðvart um málið, þar sem hinn lamdi er ekki orðinn sjálfráða.

Innlent
Fréttamynd

Mest borgað fyrir leigu í austur­hluta Kópa­vogs

Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórði á­reksturinn í dag

Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Svona er dag­skrá Vetrarhátíðar í ár

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Lífið
Fréttamynd

Lagði sig á hringtorgi í Kópa­vogi í nístingskulda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi eða nótt um ölvaðan einstakling sem hafði ákveðið að leggja sig á hringtorgi í Kópavogi. Hiti var undir frostmarki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þar hefur jafnframt snjóað talsvert undanfarið. Lögreglan ók manninum heim til sín.

Innlent
Fréttamynd

Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnars­hólma

Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kárs­nes­skóla skipt upp í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Meginástæðan er fjölgun nemenda.

Innlent