Fyrstu tvö árin okkar í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 7. júní 2024 08:00 Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun