Innlent

Laus úr haldi en enn grunaður um græsku

Árni Sæberg skrifar
Einn hefur verið handtekinn og sleppt en ljóst er að hann var ekki einn að verki.
Einn hefur verið handtekinn og sleppt en ljóst er að hann var ekki einn að verki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu.

Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Kópavogi, sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Hann segir rannsókn málsins miða vel og að lögregla telji sig hafa fengið allar mögulegar upplýsingar upp úr manninum.

Maðurinn, sem er um fertugt, var handtekinn þann 30. apríl í tengslum við þjófnaðinn.

Peninga enn leitað

Heimildir fréttastofu herma að skömmu áður en maðurinn var handtekinn hafi litaðir peningaseðlar fundist í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn hafi verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar.

Samkvæmt heimildum er þó drjúgs hluta peninganna, sem telja á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir króna, enn leitað. Því er ráð að hafa augun opin fyrir lituðum seðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×