Samfylkingin

Fréttamynd

Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna

Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri.

Innlent
Fréttamynd

Snörp orða­skipti á þingi um meint æru­meiðandi um­mæli

Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar.

Innlent
Fréttamynd

Dólgslega góð Samfylking

Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins.

Skoðun
Fréttamynd

Rakel ráðin rekstrar­stjóri Sam­fylkingarinnar

Rakel Pálsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri á skrifstofu Samfylkingarinnar. Síðustu fjögur ár hefur hún starfað hjá stéttarfélaginu Eflingu sem kynningarstjóri og sem samskiptastjóri hjá BSRB.

Innlent
Fréttamynd

Gefst ekki upp og leggur aðra fyrir­spurn fyrir þing­for­seta

Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið.

Innlent
Fréttamynd

Bannað að spyrja um eigna­sölu Bjarna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa nú beitt meirihlutavaldi á Alþingi til að banna mér að spyrja forseta Alþingis um greinargerð sem fjallar um sölu Bjarna Benediktssonar á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum einkahlutafélagið Lindarhvol ehf.

Skoðun
Fréttamynd

Fær ekki að spyrja um Lindar­hvol

Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Bankasölumálinu er ekki lokið

Það var haustið 2012 sem ég sem fjármálaráðherra mælti fyrir lögunum um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég lagði á það áherslu við stjórnarþingmenn í þáverandi efnahags- og viðskiptanefnd að lögin yrðu afgreidd úr nefndinni til samþykktar í þingsal. Og það gekk eftir. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Framsókn sat hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Mætum til leiks: Ákall til landsmanna

Yfirskrift fundarins er ákall til landsmanna — ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt sem lítur til okkar í Samfylkingunni og vill sjá og trúir á gerlegar breytingar undir okkar forystu: Mætum til leiks!

Skoðun
Fréttamynd

„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“

Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað.

Innlent
Fréttamynd

Af­hjúpuðu nýtt merki Sam­fylkingarinnar

Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 

Innlent
Fréttamynd

Kristrún búin að eiga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn.

Lífið
Fréttamynd

Samgöngusáttmáli á gatnamótum

Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi.

Skoðun
Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Er ríkis­stjórnin stikk­frí í kjara­deilunum?

Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu.

Skoðun
Fréttamynd

Seðla­banki Ís­lands

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun
Fréttamynd

Málið sé bænum ekki til fram­dráttar

Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa.

Innlent
Fréttamynd

„Píratar stýra ekki þinginu, þeir eru ekki í meiri­hluta“

Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum í tugi klukkustunda frá því þing kom saman eftir jólahlé í síðustu viku. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir Pírata, sem hafa látið að sér kveða í umræðum um málið, ekki stýra þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. 

Innlent
Fréttamynd

Hart sótt að Katrínu vegna verð­bólgunnar

Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni.

Innlent