Við þurfum innflytjendastefnu Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 25. janúar 2024 10:01 Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Innflytjendamál Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar