NBA

Fréttamynd

Vandræðalegar myndir af Beasley á netinu

Michael Beasley, leikmaður Miami Heat, heldur áfram að vekja athygli utan vallar. Ekki er langt síðan að hann hvarf og fannst ekki í marga daga. Síðar kom í ljós að hann hafði tékkað sig inn á meðferðarstofnun.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-dómarar búnir að semja

Í gærkvöldi tókst að afstýra því að NBA-deildin færi af stað án þess að bestu dómarar Bandaríkjanna væru með flautuna í munninum.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban mælir með notkun stera

Hinn málglaði eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, er enn á ný kominn í fréttirnar fyrir skoðanir sínar. Það nýjasta er að Cuban sér ekkert athugavert við að sterar séu notaðir í íþróttum.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming verður ekkert með Houston Rockets í vetur

Kínverski miðherjinn Yao Ming getur ekki spilað með Houston Rockets í NBA-deildinni á tímabilinu sem er að hefjast í næsta mánuði. Yao Ming er enn að ná sér af meiðslum þeim sem hann varð fyrir í vor og ætlar að gefa sér góðan tíma til að ná fullum bata.

Körfubolti
Fréttamynd

Ron Artest: Mér að kenna ef Lakers-liðið ver ekki titilinn

Körfuboltamaðurinn Ron Artest er þekktur fyrir sínar yfirlýsingar og hann er óhræddur við að setja pressu á sjálfan sig. Artest sem samdi við NBA-meistara Los Angeles Lakers í sumar, mun spila við hlið Kobe Bryant í vetur og sættir sig við ekkert annað en meistaratitil næsta sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Bryon Russell vill fá að spila við Jordan einn á einn

Michael Jordan gerði grín að Bryon Russell, fyrrum leikmanni Utah Jazz, í ræðu sinni þegar hann var tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans á föstudaginn. Russell var að dekka Jordan þegar hann skoraði sigurkörfuna í síðasta leiknum sínum fyrir Chicago Bulls árið 1998. Russell flaug á rassinn eftir að hafa fengið smá hjálp frá Jordan og Jordan tryggði Bulls sjötta meistaratitilinn á átta árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Barkley: Michael Jordan er besti körfuboltamaður allra tíma

Michael Jordan verður í dag tekinn inn í Frægðarhöll bandaríska körfuboltans ásamt þeim John Stockton, David Robinson og þjálfurunum Jerry Sloan og Vivian Stringer. Flestir eru á því að Jordan sé besti körfuboltamaður allra tíma og einn af þeim er Charles Barkley.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson áfram í NBA-deildinni - samdi við Memphis Grizzlies

Allen Iverson er loksins búinn að finna sér samning í NBA-deildinni en hann gerði í gær eins árs samning við Memphis Grizzlies en mikil óvissa hefur verið um framtíð Iverson í allt sumar. Iverson fær 3,5 milljónir dollara fyrir tímabilið en auk þess fær hann stóran bónus ef Grizzlies kemst í úrslitakeppnina í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O'Neal mætir Oscar de la Hoya í hringnum

NBA-tröllið og skemmtikrafturinn Shaquille O'Neal hefur náð samkomulagi við fyrrum hnefaleikamanninn Oscar de la Hoya um að mæta sér í hringnum í nýjum raunveruleikaþætti ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sem ber hetið „Shaq VS.“.

Körfubolti
Fréttamynd

Ricky Rubio ætlar að spila áfram á Spáni - fer ekki í NBA

Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio var valinn númer fimm af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hann mun þó ekki spila með liðinu á næsta tímabili. Rubio á enn eftir tvö ár af samningi sínum við DKV Joventut og ætlar að spila áfram á Spáni næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Sænskur leikmaður fær samning í NBA-deildinni

NBA-liðið Detroit Pistons hefur gert samning við Svíann Jonas Jerebko sem félagið valdi númer 35 í nýliðavalinu í sumar. Jerebko hefur spilað á Ítalíu undanfarin tvö tímabil og var með 9,0 stig og 5,5 fráköst í 23 leikjum með Angelico Biella á síðasta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Líklegast að Iverson spili í Evrópu í vetur

Það gengur ekkert hjá Allen Iverson að finna sér nýtt lið í NBA-deildinni eftir að samningur hans rann út í sumar. Iverson gerði samninginn upprunalega við Philadelphia 76ers en honum var síðan skipt til Denver og seinna Detroit þar sem hann lék hugsanlega lokaárið sitt í NBA-deildinni í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Spurs-liðið var á taugum yfir meiðslum Tony Parker

Tony Parker er þessa daganna á fullu að undirbúa sig undir Evrópukeppnina með franska landsliðinu en Frakkar taka þátt í undankeppni um síðustu sætin inn í úrslitamót EM sem fram fer í Póllandi í september. Parker varð fyrir meiðslum á ökkla og á mjöðm í æfingaleik á móti Austurríki.

Körfubolti