Körfubolti

Iverson áfram í NBA-deildinni - samdi við Memphis Grizzlies

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson í búningi Detroit Pistons.
Allen Iverson í búningi Detroit Pistons. Mynd/AFP

Allen Iverson er loksins búinn að finna sér samning í NBA-deildinni en hann gerði í gær eins árs samning við Memphis Grizzlies en mikil óvissa hefur verið um framtíð Iverson í allt sumar. Iverson fær 3,5 milljónir dollara fyrir tímabilið en auk þess fær hann stóran bónus ef Grizzlies kemst í úrslitakeppnina í vor.

Allen Iverson mun líklega koma inn af bekknum hjá Memphis Grizzlies sem var eitthvað sem hann sætti sig ekki við hjá Detroit Pistons á síðasta tímabili. Aðalleikstjórnandi Memphis Grizzlies er og verður Mike Conley en það er þó búist við að Iverson fái að spila svipað mikið og Conley þótt að hann byrji á bekknum.

Allen Iverson er orðinn 34 ára gamall en hann kom inn í NBA-deildin árið 1996 og hefur skorað 27,1 stig að meðaltali á þrettán tímabilum sínum í deildinni. Iverson skoraði þá aðeins 17.4 stig í leik á síðasta tímabili þar sem hann byrjaði tímabilið með Dewnver en var fljótlega skipt til Detroit.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×