Körfubolti

Beasley horfinn í meðferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beasley, í hvítu, er í meðferð.
Beasley, í hvítu, er í meðferð. Nordic Photos/AFP

Michael Beasley, leikmaður Miami Heat, er farinn í meðferð í Houston en málið er allt afar undarlegt.

Beasley sagði umboðsmanni sínum fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að fara til Houston að æfa þar sem hann þurfti að breyta um umhverfi.

Það sem gerðist í kjölfarið er ráðgáta. Ekki einu sinni nánustu ættingjar virðast vita hvað hafi gerst.

Beasley skráði sig á meðferðarstofnun í Houston í síðustu viku. Einhverjir heimildir herma að það sé vegna álags sem hann fór í meðferð en ekki er staðfest hvort hann átti við áfengis- eða vímuefnavandamál að stríða.

Umboðsmaðurinn segist lítið sem ekkert vita um málið annað en að mamma leikmannsins sé á leið til Houston að hitta strákinn.

Ekki er heldur vitað hvað hann verði lengi í meðferð og hvort hann geti mætt í æfingabúðir hjá Heat en þær hefjast 28. september næstkomandi.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×