Körfubolti

Ricky Rubio ætlar að spila áfram á Spáni - fer ekki í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænski landsliðsbakvörðurinn Ricky Rubio.
Spænski landsliðsbakvörðurinn Ricky Rubio. Mynd/AFP

Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio var valinn númer fimm af Minnesota Timberwolves í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en hann mun þó ekki spila með liðinu á næsta tímabili. Rubio á enn eftir tvö ár af samningi sínum við DKV Joventut og ætlar að spila áfram á Spáni næsta vetur.

Ricky Rubio er 19 ára og 193 sem leikstjórnandi sem hefur spilað í efstu deild á Spáni síðan i október 2005 þegar hann varð yngsti leikmaður sögunnar til þess að spila í spænsku úrvalsdeildinni. Rubio var með 10,0 stig, 6,1 stoðsendingu og 2,2 stolna bolta í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Rubio lék stórt hlutverk með spænska landsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Hann varð fyrsti leikmaðurinn fæddur á tíunda áratugnum til þess að vera valinn í NBA-deildina.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×