Bólivía

Fréttamynd

Her­foringi hand­tekinn eftir valdaránstilraun

Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar.

Erlent
Fréttamynd

Óttast valda­ráns­til­raun í Bólivíu

Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt.

Erlent
Fréttamynd

Sendi­herra sakaður um að njósna fyrir Kúbu

Manuel Rocha, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Bólivíu, hefur verið ákærður fyrir að hafa njósnað fyrir leyniþjónustu Kommúnistaflokksins á Kúbu. Hann er sakaður um að hafa njósnað fyrir Kúbumenn í áratugi eða allt frá árinu 1981.

Erlent
Fréttamynd

For­dæma hand­tökur á stjórnar­and­stæðingum í Bólivíu

Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni.

Erlent
Fréttamynd

Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta

Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd.

Erlent
Fréttamynd

Mor­a­les kynnti eftir­mann sinn

Fyrrverandi forseti Bólivíu hefur sagt að Luis Arce, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins, verði einn af frambjóðendunum í forsetakosningunum sem fram fara í landinu í maí.

Erlent
Fréttamynd

Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna

Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi.

Erlent
Fréttamynd

Morales fær hæli í Mexíkó

Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2