Erlent

Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu

Atli Ísleifsson skrifar
Jeanine Áñez tók við embætti forseta öldungadeildarinnar eftir röð afsagna annarra þingmanna.
Jeanine Áñez tók við embætti forseta öldungadeildarinnar eftir röð afsagna annarra þingmanna. epa
Öldungadeildarþingmaðurinn Jeanine Áñez í Bólivíu hefur lýst sig réttmætan forseta landsins eftir að Evo Morales flúði til Mexíkó í kjölfar þess að hafa sagt af sér embættinu.

Þingmenn úr stuðningsliði Morales fordæma yfirlýsinguna og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið en Áñez segir skýrt samkvæmt stjórnarskrá að hún eigi að taka við keflinu uns boðað verði til nýrra kosninga. Hún tók við embætti forseta þingsins eftir röð afsagna annarra þingmanna.

Morales sjálfur hefur einnig fordæmt yfirlýsingu Anez sem hann kallar hægrisinnaðan valdaræningja.

Morales segist hafa þegið boð um hæli í Mexíkó þar sem hann hafi óttast um líf sitt í heimalandinu.

Hann segist hafa sagt af sér til að forðast blóðsúthellingar í landinu eftir víðtæk mótmæli við endurkjöri hans.


Tengdar fréttir

Evo Morales segir lífi sínu ógnað

Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi.

Morales fær hæli í Mexíkó

Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag.

Evo Morales segir af sér

Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×