Sósíalistar gætu komist aftur til valda í Bólivíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 10:25 Hermenn arka götur La Paz í Bólivíu í gær, daginn fyrir kjördag. Getty/Gaston Brito Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember. Bólivía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Bólivíu í dag, í miðjum heimsfaraldri en talsverð spenna hefur ríkt í aðdraganda kosninganna. Ef marka má skoðanakannanir gæti farið svo að sósíalistar komist aftur til valda eftir um það bil eins árs tíð hægristjórnar. Kosningarnar sem fram fara í dag eru í raun endurtekning kosninganna sem fram fóru í október 2019 sem einkenndust af mikilli ringulreið og leiddu til þess að Evo Morales, forseti Bólivíu á vinstri væng stjórnmálanna, sagði af sér og hrökklaðist úr landi. Morales hafði þá gegnt embætti forseta frá árinu 2006 en hann er sá fyrsti sem er af ættum frumbyggja í Bólivíu til að gegna embættinu. Kosningarnar í dag gætu gert Morales kleift að snúa aftur til Bólivíu, en hann vill meina að honum hafi verið bolað burt með valdaráni leiddu af hægriöflum sem hafa farið með stjórn landsins síðan. Evo Morales hefur verið í útlegð í Argentínu síðan hann hrokklaðist frá völdum í fyrra.EPA/Juan Ignacio Roncoroni Sjálfur er forsetinn fyrrverandi ekki í framboði en flokkur hans, Sósíalistahreyfingin og forsetaefni flokksins, Luis Arce, hafa leitt í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna. Carlos Mesa, fyrrverandi forseti og leiðtogi miðjuflokks um Bandalag borgaranna, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum. Auk þess að kjósa forseta velja Bólivíumenn sér einnig varaforseta og 166 þingmenn í dag. Ef enginn frambjóðenda hlýtur 50% fylgi eða meira í dag, eða þá 40% fylgi en með 10 prósentustiga forskot á næsta frambjóðenda, þarf að kjósa aftur milli þeirra tveggja sem hlutskarpastir verða í kosningunum í dag. Komi til þessa fer önnur umferð kosninganna fram þann 29. nóvember.
Bólivía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira