Danmörk

Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn

Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017.

Lífið
Fréttamynd

Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur

Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ríki sem eru ekki ríki

Ekki eru öll ríki heimsins fullvalda, þekkt eða viðurkennd. Sum ríki berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæði sínu, önnur ríki eru viðurkennd af einungis örfáum öðrum ríkjum og sum viðurkennir bara ekki neinn, nema auðvitað íbúarnir sjálfir. Smáríki, smáþjóðir og sjálfstjórnarsvæði. Hver er munurinn á þessu?

Erlent
Fréttamynd

„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lík­lega verið hand­tekinn“

Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Barn konunnar einnig látið

Barn konunnar sem myrt var í bænum Holbæk í Danmörku á fimmtudaginn er nú einnig látið. Konan var komin sjö mánuði á leið þegar hún var myrt. Karl og kona sem hafa verið handtekin vegna morðsins neita bæði sök.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku

Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Barns­hafandi kona stungin til bana í Dan­mörku

Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu

Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær.

Erlent
Fréttamynd

Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögur­stundu

Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum.

Erlent
Fréttamynd

Lars Løkke í lykil­­­stöðu

Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar kjósa nýja þing­menn sína á danska þinginu

Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna.

Erlent