„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 07:25 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, varði langstærstum hluta nýársávarps síns í að ræða Margréti Þórhildi drottningu og ákvörðun hennar að afsala sér krúnunni. EPA „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“ Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í nýársávarpi sínu sem hún flutti í gærkvöldi. Í ávarpinu fjallaði hún að langstærstum hluta um þá ákvörðun Margrétar Þórhildar Danadrottningar að afsala sér krúnunni þannig að Friðrik krónprins verði konungur Danmerkur 14. janúar næstkomandi. Frederiksen hafði ætlað sér að fjalla að stærstum hluta um málefni og stöðu aldraðra og fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í þeirra þágu í nýársávarpi sínu, en eftir að drottningin greindi frá ákvörðun sinni á gamlársdag þurfti forsætisráðherrann að endurskrifa sitt ávarp. Einstakt afrek Forsætisráðherrann þakkaði drottningunni í ávarpinu fyrir hennar framlag og hennar störf. „Það sem þú hefur megnað í bráðum 52 ár er einstakt afrek. Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi ykkar.“ Frederiksen sagði að ljóst sé að í framtíðinni verði ársins 2024 helst minnst fyrir brotthvarf drottningar af drottningarstóli. „Í gær var eins og tíminn hafi staðið í stað. Þú hefur verið akkeri okkar þegar á móti hefur blásið. Samviska okkar í mikilvægum álitamálum lífsins. Leiðtogi okkar í áratugi þar sem Danmörk framtíðarinnar reis á fætur. Þú hefur verið miðpunktur okkar á góðum sem erfiðum stundum.“ Passað upp á hefðir en einnig nútímaleg Áfram hélt forsætisráðherrann og hrósaði drottningunni fyrir að hafa verið fastur punktur í tilveru Dana, fyrir að hafa passað upp á hefðir en á sama tíma verið nútímalegur þjóðhöfðingi. „Drottningunni hefur tekist að tala til okkar sem einnar þjóðar. Bæði til nýrra og eldri Dana. Ungra sem aldinna. Og til ríkissins alls – Danmerkur, Færeyja og Grænlands.“ Frederiksen ræddi einnig framtíðina en þegar Friðrik krónprins tekur við krúnunni verður hann Friðrik tíundi. „Nú hefst nýr kafli í Danmörku. Við munum sakna Margrétar drottningar, sem við elskum svo mikið. En að Konungshöllin sem stofnun lifi áfram er að stórum hluta manneskjunnar Margrétar að þakka.“
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42
Margrét Þórhildur stígur til hliðar Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. 31. desember 2023 17:16