Forsetinn sendir skeyti en mæting afþökkuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 16:59 Guðni Th. jóhannesson og Eliza Reid eiga innan við hálft ár eftir í hlutverkum sínum sem forsetahjón Íslands. vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis. Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning. Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning.
Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01
Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25