Forsetinn sendir skeyti en mæting afþökkuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 16:59 Guðni Th. jóhannesson og Eliza Reid eiga innan við hálft ár eftir í hlutverkum sínum sem forsetahjón Íslands. vísir/Vilhelm Ekki er gert ráð fyrir aðkomu fulltrúa erlendra ríkja til Danmerkur á sunnudag þegar Margrét Þórhildur Danadrottning lætur krúnuna í hendur Friðriks sonar síns. Forseti Íslands mun þó senda heillaskeyti til Danaveldis. Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning. Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Unu Sighvatsdóttur, sérfræðings hjá embætti forseta Íslands, við fyrirspurn Vísis þess efnis hvort forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid yrðu viðstödd athöfnina. „Forsetahjón fara ekki til Danmerkur og að ég tel víst enginn ráðherra, enda fengum við þau skilaboð frá prótókól dönsku hallarinnar að ekki sé gert ráð fyrir neinni aðkomu fulltrúa erlendra ríkja við þetta tækifæri. Hinsvegar mun forseti Íslands senda bæði Margréti drottningu og nýjum konungi heillaóskir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar,“ segir í svari Unu. Ekki muni vera hefð í Danmörku fyrir krýningarathöfn, eins og sást í Bretlandi á síðasta ári þegar Karl tók við konungstign. Krúnuskiptin í Danmörku fari fram með mjög látlausum hætti á ríkisráðsfundi klukkan 14:00. „Þar ritar drottning undir yfirlýsingu um að hún afsali sér krúnunni. Að fundinum loknum mun Mette Frederiksen lýsa því yfir að hans hátign Friðrik X sé konungur Danmerkur, af svölum Kristjánsborgarhallar. Frá þeirri stundu tekur hann við öllum skyldum þjóðhöfðingjans í samræmi við danska stjórnarskrá,“ segir í svari Unu. Þá hafi forsetaembættið einnig fengið þær upplýsingar að Margrét Þórhildur muni áfram bera titilinn hennar hátign Margrét drottning, en eiginkona Friðriks fái titilinn hennar hátign María drottning.
Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01 Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08 „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Partýprinsinn sem verður Danakonungur „Ég mun afhenda syni mínum, Friðriki prins, krúnuna,“ sagði Margrét Þórhildur Danadrottning í áramótaávarpi sínu þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði sér að stíga til hliðar. 6. janúar 2024 07:01
Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. 4. janúar 2024 11:08
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25