Margrét Þórhildur stígur til hliðar Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 31. desember 2023 17:16 Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar. Max Mumby/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að stíga til hliðar hinn 14. janúar næst komandi. Hún tilkynnti þetta í áramótaávarpi sínu í dag. Frá og með 14. janúar tekur því krónprinsinn, Friðrik, við krúnunni í landinu. Eftir ávarp sitt hlaut drottningin lófatak frá gestum á torginu við Amalíuborgar-höll. Hefð er fyrir því að fólk safnist þar saman á gamlársdag á meðan ávarpið er flutt. Í áramótaávarpi sínu rifjaði drottningin upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar á þessu ári. Á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni þar sem aldurinn væri farinn að segja til sín, og hvort ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Þess vegna ætlaði hún að draga sig í hlé á þeim tímamótum þegar 52 ár verða liðin frá því faðir hennar, Friðrik IX, lést og hún varð drottning, þá 32 ára gömul. Frá því í apríl á þessu ári. Getty/Patrick van Katwijk Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Frá því að spænska konungsfjölskyldan heimsótti Danmörku í nóvember á þessu ári. Getty/Carlos Alvarez Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing drottningar kom dönsku þjóðinni í opna skjöldu. Þótt Friðrik hafi í vaxandi mæli tekið á sig ýmsar skyldur drottningar á undanförnum árum hefur það alltaf verið skilningur dönsku þjóðarinnar að Margrét Þórhildur yrði drottning á meðan hún lifði. Valdaskiptin munu eiga sér stað að loknum ríkisráðsfundi í Kristjánsborgarhöll þann fjórtánda janúar, eftir tvær vikur. Við það verður Friðrik krónprins formlega Friðrik X Danakonungur. Það mun ekki fara fram krýningarathöfn fyrir hann líkt og þekkist í Bretlandi. Friðrik er 55 ára gamall, fæddur í maí árið 1968. Hann er giftur hinni áströlsku Maríu Donaldson en þau kynntust árið 2000 þegar Friðrik var í opinberri heimsókn í Sydney vegna Ólympíuleikanna sem fóru fram í borginni. Þau eiga saman fjögur börn, Kristján, Ísabellu og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu. Friðrik ásamt Vincent.Getty/Tim Riediger Árið 2017 í fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Danmerkur fóru nokkrir íslenskir fjölmiðlar með og veitti Margrét Þórhildur þeim áheyrn. Hér fyrir neðan má sjá innslag Íslands í dag frá heimsókninni. Klippa: 19:10 - Danadrottning Heimir Már spurði drottninguna meðal annars að því hvort hlutverk konungs kæmi til með að vera öðruvísi þegar Friðrik tæki við af henni. Hverjar eru vonir yðar varðandi hlutverk konungsfjölskyldunnar í framtíðinni og telur yðar hátign að hlutverk konungs muni breytast mikið eftir að krónprinsinn tekur við af yður síðar á þessari öld? „Sonur minn og tengdadóttir munu að sjálfsögðu gegna hlutverkinu eins og þeim þykir best og tíðarandinn bíður. Það verður ekki með sama hætti og hjá mér og mínum manni og við gegndum hlutverkinu líka með öðrum hætti en foreldrar mínir, eins og eðlilegt er. Maður lifir með sinni samtíð og tímarnir breytast eins og þeir eiga líka að gera,“ sagði drottningin. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, að ræða við Margréti Þórhildi árið 2017.Vísir/Egill Þetta er í fyrsta sinn sem konungur eða drottning Danmerkur segir af sér krúnunni. Í fyrra olli það töluverðum titringi innan dönsku konungsfjölskyldunnar þegar Margrét Þórhildur tók prinsa- og prinsessutitlana af börnum Jóakims, yngri sonar hennar, svo einungis börn Friðriks, eldri sonarins, bæru þessa titla í framtíðinni. Margir töldu þá að drottningin væri að taka til í fjölskyldunni áður en hún yfirgæfi sviðið til þess að losa Friðrik við þessar óþægilegu ákvarðanir varðandi fjölskyldu bróður hans. Margrét Þórhildur hefur nokkrum sinnum komið til Íslands í valdatíð sinni, nú síðast í desember árið 2018 þegar Ísland fagnaði hundrað ára fullveldisafmæli. Meðal þess sem var á dagskrá drottningarinnar í þeirri heimsókn var að skoða sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og snæða hátíðarkvöldverð í boði forsetahjónanna á Bessastöðum. Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tímamót Tengdar fréttir Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Frá og með 14. janúar tekur því krónprinsinn, Friðrik, við krúnunni í landinu. Eftir ávarp sitt hlaut drottningin lófatak frá gestum á torginu við Amalíuborgar-höll. Hefð er fyrir því að fólk safnist þar saman á gamlársdag á meðan ávarpið er flutt. Í áramótaávarpi sínu rifjaði drottningin upp að hún hafi gengist undir stóra aðgerð á baki í febrúar á þessu ári. Á þeim tímamótum hafi hún farið að huga að framtíð sinni þar sem aldurinn væri farinn að segja til sín, og hvort ekki væri rétt að koma hinum konunglegu skyldum á herðar næstu kynslóða. Þess vegna ætlaði hún að draga sig í hlé á þeim tímamótum þegar 52 ár verða liðin frá því faðir hennar, Friðrik IX, lést og hún varð drottning, þá 32 ára gömul. Frá því í apríl á þessu ári. Getty/Patrick van Katwijk Í ávarpi sínu þakkaði Margrét Þórhildur dönsku þjóðinni, Færeyingum og Grænlendingum fyrir þann hlýhug og stuðning sem þjóðirnar hefðu sýnt henni og fjölskyldu hennar í gegnum áratugina. Hún bar einnig fram þá ósk að hinum nýju konungshjónum, Friðriki X og Maríu eiginkonu hans, verði tekið með sömu hlýju og hún hefði notið öll sín ár sem drottning. Frá því að spænska konungsfjölskyldan heimsótti Danmörku í nóvember á þessu ári. Getty/Carlos Alvarez Óhætt er að segja að þessi yfirlýsing drottningar kom dönsku þjóðinni í opna skjöldu. Þótt Friðrik hafi í vaxandi mæli tekið á sig ýmsar skyldur drottningar á undanförnum árum hefur það alltaf verið skilningur dönsku þjóðarinnar að Margrét Þórhildur yrði drottning á meðan hún lifði. Valdaskiptin munu eiga sér stað að loknum ríkisráðsfundi í Kristjánsborgarhöll þann fjórtánda janúar, eftir tvær vikur. Við það verður Friðrik krónprins formlega Friðrik X Danakonungur. Það mun ekki fara fram krýningarathöfn fyrir hann líkt og þekkist í Bretlandi. Friðrik er 55 ára gamall, fæddur í maí árið 1968. Hann er giftur hinni áströlsku Maríu Donaldson en þau kynntust árið 2000 þegar Friðrik var í opinberri heimsókn í Sydney vegna Ólympíuleikanna sem fóru fram í borginni. Þau eiga saman fjögur börn, Kristján, Ísabellu og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu. Friðrik ásamt Vincent.Getty/Tim Riediger Árið 2017 í fyrstu opinberu heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Danmerkur fóru nokkrir íslenskir fjölmiðlar með og veitti Margrét Þórhildur þeim áheyrn. Hér fyrir neðan má sjá innslag Íslands í dag frá heimsókninni. Klippa: 19:10 - Danadrottning Heimir Már spurði drottninguna meðal annars að því hvort hlutverk konungs kæmi til með að vera öðruvísi þegar Friðrik tæki við af henni. Hverjar eru vonir yðar varðandi hlutverk konungsfjölskyldunnar í framtíðinni og telur yðar hátign að hlutverk konungs muni breytast mikið eftir að krónprinsinn tekur við af yður síðar á þessari öld? „Sonur minn og tengdadóttir munu að sjálfsögðu gegna hlutverkinu eins og þeim þykir best og tíðarandinn bíður. Það verður ekki með sama hætti og hjá mér og mínum manni og við gegndum hlutverkinu líka með öðrum hætti en foreldrar mínir, eins og eðlilegt er. Maður lifir með sinni samtíð og tímarnir breytast eins og þeir eiga líka að gera,“ sagði drottningin. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, að ræða við Margréti Þórhildi árið 2017.Vísir/Egill Þetta er í fyrsta sinn sem konungur eða drottning Danmerkur segir af sér krúnunni. Í fyrra olli það töluverðum titringi innan dönsku konungsfjölskyldunnar þegar Margrét Þórhildur tók prinsa- og prinsessutitlana af börnum Jóakims, yngri sonar hennar, svo einungis börn Friðriks, eldri sonarins, bæru þessa titla í framtíðinni. Margir töldu þá að drottningin væri að taka til í fjölskyldunni áður en hún yfirgæfi sviðið til þess að losa Friðrik við þessar óþægilegu ákvarðanir varðandi fjölskyldu bróður hans. Margrét Þórhildur hefur nokkrum sinnum komið til Íslands í valdatíð sinni, nú síðast í desember árið 2018 þegar Ísland fagnaði hundrað ára fullveldisafmæli. Meðal þess sem var á dagskrá drottningarinnar í þeirri heimsókn var að skoða sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands, heimsækja Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur og snæða hátíðarkvöldverð í boði forsetahjónanna á Bessastöðum.
Danmörk Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Friðrik X Danakonungur Tímamót Tengdar fréttir Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Margrét Þórhildur hætt að reykja Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul. 17. júní 2023 15:43