Viðskipti innlent

Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum

Árni Sæberg skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm

Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum.

Í tilkynningu frá bankanum segir að ástæðan sé sú að erlendur samstarfsaðili bankans taki ekki við seðlunum vegna hertra peningaþvættisreglna í Danmörku. 500 króna seðillinn jafngildir 10.150 íslenskum krónum og 1.000 króna seðillinn 20.300 krónum.

Þau sem eigi danska 500 og 1.000 króna seðla og vilja skipta yfir í íslenskar krónur í útibúi Arion þurfi að gera það fyrir áramótin. Nauðsynlegt sé að eiga innlánsreikning hjá bankanum og hafa lokið áreiðanleikakönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×