Svíþjóð

Fréttamynd

Vilji Ívars var skýr

Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Lasse Berghagen er látinn

Lasse Berghagen, einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, er látinn, 78 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Skemmdir á öðrum sæ­streng í Eystra­salti

Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur.

Erlent
Fréttamynd

Hinir látnu í Brussel eldri karl­menn

Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmannsins enn leitað

Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Áttunda áratugnum gefið nýtt líf

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA fagnar áttatíu árum og í tilefni stórafmælisins hefur nokkrum vinsælum og þekktum vörum verið gefið nýtt líf. 

Lífið
Fréttamynd

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent
Fréttamynd

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Erlent
Fréttamynd

Segir börn hafa sam­band við glæpa­gengin og bjóðast til að drepa

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.

Erlent
Fréttamynd

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpa­ölduna

Ulf Kristers­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, segir stjórn­völd þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpa­ölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann á­varpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síð­degis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Kona látin eftir sprengingu í Upp­sölum

Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum

Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Erlent