Erlent

Milljarða tjón hjá Karolinska Institutet þegar frystir bilaði um jólin

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú atvikið þótt ekki sé talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Lögreglan í Stokkhólmi rannsakar nú atvikið þótt ekki sé talið að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Getty

Milljarða tjón varð og ómetanleg sýni eyðilögðust á Karolinska Institutet í Svíþjóð á dögunum þegar stór frystiskápur bilaði.

Atvikið átti sér stað um í desember en á tímabilinu 22. til 23. desember virðist frystirinn hafa bilað og varaði bilunin í fimm daga.

Sýnin voru geymd í hylkjum með fljótandi köfnunarefni í 190 gráðu frosti en fyllt er sjálfvirkt á hylkin reglulega. Þetta kerfi bilaði hjá stofnuninni og því fór sem fór og sýni frá fjölda rannsóknastofa eyðilögðust. Hylkin eiga að þola fjögurra daga hlé á endurfyllingu en í þetta sinn liðu fimm dagar, segir í umfjöllun Guardian um málið.

Tjónið er óljóst en sumir sænskir miðlar hafa talað um að sýnin sem eyðilögðust séu verðmetin á um 6,5 milljarða íslenskra króna. Að auki hefur áratuga rannsóknastarf farið forgörðum. Enn er óljóst hvað olli biluninni og hefur lögregla verið kölluð til til að rannsaka málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×