Erlent

Sprengju­sveit kölluð til vegna búnaðar við sendi­ráð Ísrael í Stokk­hólmi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Yfirvöld hafa ekki gefið upp um hvers konar búnað var að ræða en AP segir honum hafa verið lýst sem hvössum eða beittum: „sharp“ á ensku.
Yfirvöld hafa ekki gefið upp um hvers konar búnað var að ræða en AP segir honum hafa verið lýst sem hvössum eða beittum: „sharp“ á ensku. AP/TT News Agency/Henrik Montgomery

Lögregluyfirvöld í Svíþjóð voru kölluð til í gær eftir að „hættulegur“ og „virkur“ búnaður fannst fyrir utan embætti Ísrael í Stokkhólmi í gær. Sprengjusveit var send á staðinn og er sögð hafa eyðilagt búnaðinn.

Búnaðurinn hefur þó ekki verið kallaður sprengja af yfirvöldum.

„Þetta er mjög alvarlegt,“ sagði Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gær og fordæmdi „tilraun til árásar“ á sendiráðið. Um væri að ræða árás á bæði þá sem ynnu í sendiráðin og á Svíþjóð.

Kristersson sagði rannsókn standa yfir til að leiða í ljós hverjir væru ábyrgir. Þá sagði hann einnig að gæsla við sendiráðið og aðrar stofnanir í landinu sem tengdust gyðingum.

Miðlarnir Aftonbladet og Expressen hafa fullyrt að um handsprengju hafi verið að ræða og Aftonbladet hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að henni hafi verið kastað yfir öryggisgirðinguna umhverfis sendiráðið.

Ziv Nevo Kulman, sendiherra Ísrael í Svíþjóð, sagði um að ræða tilræði við sendiráðið og starfsfólk þess en að það myndi ekki láta undan ógnunum.

Kristersson tók þátt í mótmælagöngu gegn gyðingaandúð í byrjun desember en þá sagði lögregla að yfirvöldum hefðu borist 120 tilkynningar um glæpi gegn gyðingum frá því að Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar á Gasa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×