Með hústökumann í íbúðinni á Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 08:22 Frá Kanaríeyjunum. Vísir/Getty Sænsk fjölskylda er ráðþrota eftir að maður braust inn í íbúð í þeirra eigu á Kanaríeyjunum síðastliðinn nóvember og gerðist þar hústökumaður. Fjölskyldan bíður úrskurðar spænskra dómstóla en maðurinn hefur meðal annars leigt íbúð þeirra út til annarra á Airbnb í millitíðinni. „Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun. Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
„Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun.
Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira