Með hústökumann í íbúðinni á Kanarí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 08:22 Frá Kanaríeyjunum. Vísir/Getty Sænsk fjölskylda er ráðþrota eftir að maður braust inn í íbúð í þeirra eigu á Kanaríeyjunum síðastliðinn nóvember og gerðist þar hústökumaður. Fjölskyldan bíður úrskurðar spænskra dómstóla en maðurinn hefur meðal annars leigt íbúð þeirra út til annarra á Airbnb í millitíðinni. „Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun. Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Það er ákaflega furðulegt að þurfa að dvelja á hóteli á meðan maðurinn býr í íbúðinni sem pabbi hefur átt í níu ár,“ hefur sænska ríkisútvarpið eftir Agnetu Torberntsson. 89 ára gamall faðir hennar á íbúðina. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að maðurinn hafi brotist inn á meðan fjölskyldan var í Svíþjóð. Manninn þekktu þau ekki en hann skipti um lása og kom upp eftirlitsmyndavélum við íbúðina. Þá kemur fram að dómstóll á Kanaríeyjum hafi átt að taka málið fyrir í lok janúar. Því hafi hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma en samkvæmt spænskum lögum er ekki hægt að aðhafast í málinu fyrr en niðurstaða dómstóls liggur fyrir. Þá má fjölskyldan ekki hætta að greiða vatns - og rafmagnsreikninga af íbúðinni í millitíðinni. Fjölskyldan hefur hingað til eytt hundrað þúsund sænskum krónum í lögfræðinga vegna málsins eða því sem nemur 1,3 milljónum íslenskra króna. Fram kemur í umfjölluninni að fjölskyldan geti lítið annað gert en að vona að málið verði tekið fyrir hið fyrsta af dómstólum. Agneta og faðir hennar flugu út til að vera viðstödd málaferlin í lok janúar og komust þá að því að maðurinn hefði einnig leigt íbúðina út á Airbnb. „Ég veit ekki hvað skal segja,“ hefur SVT eftir Agnetu. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið ráðlagt að hafa ekki samband við manninn, þar sem hann hafi áður sýnt af sér ógnandi hegðun.
Kanaríeyjar Svíþjóð Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira