Írak Stjórnvöld vissu af listanum Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið "síðari tíma tilbúningur". </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25 Sví tekinn af lífi Írakskir uppreisnarmenn segjast hafa rænt og tekið af lífi sænskan og breskan ríkisborgara í borginni Beiji í miðhluta Írak. Þeir segja að mennirnir hafi unnið fyrir vantrúaða og því hafi þeir tekið þá af lífi. Erlent 13.10.2005 15:25 Guðni hugsaði ekki nógu vítt Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt. Erlent 13.10.2005 15:25 Rice viðurkennir mistök í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:25 Réttað yfir breskum pynturum Fyrsta dómsmálið yfir breskum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað írakska fanga stendur nú yfir í Bretlandi. Einn hermannanna hefur játað að hafa gengið í skrokk á einum fanga en neitar öðrum sökum. Erlent 13.10.2005 15:24 Bretar fyrir rétti vegna pyntinga Írakar, sem sátu í varðhaldi breskra hermanna, meðal annars fyrir að hafa stolið mat handa fjölskyldum sínum, voru barðir og niðurlægðir á ýmsan máta. Ljósmyndir sem þykja sanna þetta hafa verið lagðar fram í réttarhöldum sem nú standa yfir í Bretlandi yfir þremur breskum hermönnum. Erlent 13.10.2005 15:24 Sprenging við ástralska sendiráðið Bílsprengja sprakk við ástralska sendiráðið í miðborg Bagdad í morgun. Að minnsta kosti tveir létust í árásinni og sjö særðust en starfsmenn sendiráðsins eru allir heilir á húfi. Tuttugu og sex hafa látist í sprengjutilræðum í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 15:24 Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24 Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24 Herdómstól frestað Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja breskra hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. Erlent 13.10.2005 15:23 Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Erlent 13.10.2005 15:23 Sakfelldur fyrir pyntingar í Írak Herlögreglumaðurinn Charles Graner var sakfelldur við herdómstól í Texas í gær um að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hann er fyrsti bandaríski hermaðurinn sem fundinn er sekur um að hafa misþyrmt föngum í Írak en hann mun hafa barið þá og neytt þá til að leggjast nakta ofan á hvern annan. Erlent 13.10.2005 15:22 Löglegar aðgerðir í Abu Ghraib Lögmaður eins hermannanna bandarísku, sem ákærðir eru fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, segir ekkert ólöglegt við aðgerðir hermannanna. Skjólstæðingur hans, Charles Graner, er meðal annars sakaður um að hafa skipað föngum að leggjast allsberir hver ofan á annan og að hafa haft þá í hundaól. Erlent 13.10.2005 15:20 Sex lögreglumenn fórust Sex írakskir lögreglumenn fórust og margir særðust, þar af sumir lífshættulega, þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Skæruliðar gera nú harða hríð að írökskum lögreglumönnum í tilraun sinni til að hafa truflandi áhrif á þingkosningar í landinu um mánaðamótin. Erlent 13.10.2005 15:20 Powell smeykur um framtíð Íraks Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram. Erlent 13.10.2005 15:20 Breskum hermönnum í Írak fjölgað Bretar ætla að senda 400 hermenn í viðbót til Íraks vegna kosninganna þar þann 30. janúar næstkomandi. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Sömuleiðis hefur Leónid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákveðið að hætta við að kalla herlið landsins heim frá Írak eins og fyrirhugað var. Erlent 13.10.2005 15:20 Aðstoðarlögreglustjóri myrtur Aðstoðarmaður lögreglustjórans í Bagdad var myrtur fyrir utan heimili sitt í morgun. Skæruliðar sátu fyrir manninum og syni hans og skutu þá báða til bana. Erlent 13.10.2005 15:20 35 þúsund hermenn á vaktinni Ákveðið hefur verið að þrjátíu og fimm þúsund bandarískir hermenn verði við störf í Bagdad, höfuðborg Íraks, þann 30. janúar þegar fyrirhugað er að halda kosningar í landinu. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir að kosningarnar fari fram, hvað sem tautar og raular. Erlent 13.10.2005 15:18 Innrás í Mósúl undirbúin Þjóðvarnarlið Íraka og hermenn frá Bandaríkjunum og fleiri löndum munu brátt ráðast til atlögu í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks til þess að uppræta aðgerðir uppreisnarmanna. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Írak í gær. Erlent 13.10.2005 15:18 10 þúsund hermenn hafa særst Meira en tíu þúsund bandarískir hermenn hafa særst í Írak síðan ráðist var inn í landið og meira en þrettán hundruð hafa látið lífið. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 15:18 6 látnir og 13 særðir Sex menn féllu í sjálfsmorðsárás sem gerð var fyrir stundu í borginni Bakúba í norðurhluta Íraks. Að minnsta kosti þrettán manns særðust í árásinni sem beindist gegn írökskum lögreglumönnum og öryggissveitum. Erlent 13.10.2005 15:18 28 látnir í Írak Fimmtán fórust í sjálfsmorðssprengjuárás við lögregluskóla í borginni Hilla í Írak í morgun á svæði sem kallað er þríhyrningur dauðans. Fyrr um daginn féllu tveir óbreyttir borgarar í Bagdad þegar bílsprengja var sprengd við bandaríska herbílalest. Erlent 13.10.2005 15:18 Tveir létust í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti tveir létust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun. Árásarmaðurinn ók leigubíl sem sprakk við vegatálma lögreglunnar við veg sem liggur að höfuðstöðvum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak. Að minnsta kosti tuttugu og þrír eru sárir eftir árásina. Allawi sjálfur var víðsfjarri þegar árásin var gerð. Erlent 13.10.2005 15:17 Átján þjóðvarðliðar myrtir Árásarmaður myrti átján írakska þjóðvarðliða og óbreytta borgara í sjálfsmorðsárás fyrir norðan Bagdad í Írak í morgun. Mjög er óttast að árásir af þessum toga muni aukast til mikilla muna næstu vikurnar enda reyna uppreisnarmenn í Írak allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þingkosningar verði haldnar í landinu í lok janúar. Erlent 13.10.2005 15:17 43 féllu í Írak Alls féllu 43 fyrir hendi íraskra andspyrnumanna í gær. Af hinum föllnu voru flestir lögreglumenn. Árásirnar voru gerðar aðeins degi eftir að stærsti stjórnmálaflokkur súnní-múslima ákvað að bjóða ekki fram í kosningunum í janúar vegna stigvaxandi ofbeldis. Erlent 13.10.2005 15:15 13 írakskir lögreglumenn drepnir Skæruliðar felldu þrettán írakska lögreglumenn og særðu tvo í geysiharðri árás sem þeir gerðu á lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Margskonar vopnum var beitt og reyndu lögreglumennirnir að verjast en ekki fer sögum af mannfalli í röðum skæruliða. Erlent 13.10.2005 15:15 Níu liggja í valnum Níu fórust og 39 særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks sjía var skotmark árásarmannsins en hann sakaði hins vegar ekki. Erlent 13.10.2005 15:15 Níu látnir og 40 særðir í Bagdad Að minnsta kosti níu menn fórust og fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar helsta stjórnmálaflokks sjíta í Bagdad í Írak í morgun. Flokkurinn var stofnaður í stjórnartíð Saddams Husseins og voru leiðtogar hans í útlegð þar til Saddam var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:15 Stærsti flokkur súnníta hættur við Stærsti flokkur súnníta í Írak hefur hætt við þátttöku í kosningunum sem fram eiga að fara þann 30. janúar næstkomandi. Talsmenn flokksins segja að ekki hafi verið orðið við kröfum sem flokkurinn setti fram og setti sem skilyrði fyrir þátttöku. Flokksmenn eru þrátt fyrir þetta ekki hvattir til að sniðganga kosningarnar. Erlent 13.10.2005 15:15 14 létust og 33 særðust í Írak Fjórtán létust og þrjátíu og þrír særðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur árásum suður af Bagdad í gærkvöld. Níu létust og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás þegar bifreið hlaðin sprengiefnum ók inn í vegatálma. Þeir sem létust voru úr þjóðvarðliðinu og lögreglunni, auk nokkurra óbreyttra borgara. Erlent 13.10.2005 15:14 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 27 ›
Stjórnvöld vissu af listanum Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið "síðari tíma tilbúningur". </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:25
Sví tekinn af lífi Írakskir uppreisnarmenn segjast hafa rænt og tekið af lífi sænskan og breskan ríkisborgara í borginni Beiji í miðhluta Írak. Þeir segja að mennirnir hafi unnið fyrir vantrúaða og því hafi þeir tekið þá af lífi. Erlent 13.10.2005 15:25
Guðni hugsaði ekki nógu vítt Framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ræðir á heimasíðu sinni um átökin varðandi Íraksmálið. Þar segir hún að ummæli Guðna Ágústssonar, varaformanns flokksins, um að tveir menn hefðu tekið ákvörðunina um stuðning við Íraksinnrásina beri vott um að hann hafi ekki hugsað nógu vítt og verið að reyna að spila frítt. Erlent 13.10.2005 15:25
Rice viðurkennir mistök í Írak Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ríkisstjórn George Bush hefði gert ýmis mistök í Írak. Til dæmis hefði stjórnin ekki búist við að það yrði svona erfitt að koma á stöðugleika í landinu eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:25
Réttað yfir breskum pynturum Fyrsta dómsmálið yfir breskum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað írakska fanga stendur nú yfir í Bretlandi. Einn hermannanna hefur játað að hafa gengið í skrokk á einum fanga en neitar öðrum sökum. Erlent 13.10.2005 15:24
Bretar fyrir rétti vegna pyntinga Írakar, sem sátu í varðhaldi breskra hermanna, meðal annars fyrir að hafa stolið mat handa fjölskyldum sínum, voru barðir og niðurlægðir á ýmsan máta. Ljósmyndir sem þykja sanna þetta hafa verið lagðar fram í réttarhöldum sem nú standa yfir í Bretlandi yfir þremur breskum hermönnum. Erlent 13.10.2005 15:24
Sprenging við ástralska sendiráðið Bílsprengja sprakk við ástralska sendiráðið í miðborg Bagdad í morgun. Að minnsta kosti tveir létust í árásinni og sjö særðust en starfsmenn sendiráðsins eru allir heilir á húfi. Tuttugu og sex hafa látist í sprengjutilræðum í Bagdad í morgun. Erlent 13.10.2005 15:24
Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24
Guðni stendur við fyrri orð Guðni Ágústsson segir að yfirlýsing forsætisráðherra staðfesti atburðarásina sem lá að baki ákvörðuninni um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak. Íraksmálið hafi verið margrætt. Hins vegar var ákvörðunin sjálf ekki rædd. Hann segist standa við það sem hann hefur áður sagt. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 15:24
Herdómstól frestað Dómari ákvað í gær að fresta máli þriggja breskra hermanna sem ásakaðir hafa verið um að misþyrma föngum í Írak. Erlent 13.10.2005 15:23
Tíu ára fangelsi fyrir pyntingar Bandaríski herlögreglumaðurinn Charles Graner var í gærkvöldi dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir pyntingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Erlent 13.10.2005 15:23
Sakfelldur fyrir pyntingar í Írak Herlögreglumaðurinn Charles Graner var sakfelldur við herdómstól í Texas í gær um að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hann er fyrsti bandaríski hermaðurinn sem fundinn er sekur um að hafa misþyrmt föngum í Írak en hann mun hafa barið þá og neytt þá til að leggjast nakta ofan á hvern annan. Erlent 13.10.2005 15:22
Löglegar aðgerðir í Abu Ghraib Lögmaður eins hermannanna bandarísku, sem ákærðir eru fyrir að misþyrma föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak, segir ekkert ólöglegt við aðgerðir hermannanna. Skjólstæðingur hans, Charles Graner, er meðal annars sakaður um að hafa skipað föngum að leggjast allsberir hver ofan á annan og að hafa haft þá í hundaól. Erlent 13.10.2005 15:20
Sex lögreglumenn fórust Sex írakskir lögreglumenn fórust og margir særðust, þar af sumir lífshættulega, þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Skæruliðar gera nú harða hríð að írökskum lögreglumönnum í tilraun sinni til að hafa truflandi áhrif á þingkosningar í landinu um mánaðamótin. Erlent 13.10.2005 15:20
Powell smeykur um framtíð Íraks Colin Powell segist smeykur um framtíð Íraks að afloknum kosningum sem fara eiga fram í landinu þann þrítugasta þessa mánaðar. Utanríkisráðherrann fráfarandi segir þó nauðsynlegt að kosningarnar fari fram á tilsettum tíma, enda komi það ekki til álita að bráðabirgðastjórnin verði við völd áfram. Erlent 13.10.2005 15:20
Breskum hermönnum í Írak fjölgað Bretar ætla að senda 400 hermenn í viðbót til Íraks vegna kosninganna þar þann 30. janúar næstkomandi. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Sömuleiðis hefur Leónid Kútsma, fráfarandi forseti Úkraínu, ákveðið að hætta við að kalla herlið landsins heim frá Írak eins og fyrirhugað var. Erlent 13.10.2005 15:20
Aðstoðarlögreglustjóri myrtur Aðstoðarmaður lögreglustjórans í Bagdad var myrtur fyrir utan heimili sitt í morgun. Skæruliðar sátu fyrir manninum og syni hans og skutu þá báða til bana. Erlent 13.10.2005 15:20
35 þúsund hermenn á vaktinni Ákveðið hefur verið að þrjátíu og fimm þúsund bandarískir hermenn verði við störf í Bagdad, höfuðborg Íraks, þann 30. janúar þegar fyrirhugað er að halda kosningar í landinu. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir að kosningarnar fari fram, hvað sem tautar og raular. Erlent 13.10.2005 15:18
Innrás í Mósúl undirbúin Þjóðvarnarlið Íraka og hermenn frá Bandaríkjunum og fleiri löndum munu brátt ráðast til atlögu í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks til þess að uppræta aðgerðir uppreisnarmanna. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Írak í gær. Erlent 13.10.2005 15:18
10 þúsund hermenn hafa særst Meira en tíu þúsund bandarískir hermenn hafa særst í Írak síðan ráðist var inn í landið og meira en þrettán hundruð hafa látið lífið. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 15:18
6 látnir og 13 særðir Sex menn féllu í sjálfsmorðsárás sem gerð var fyrir stundu í borginni Bakúba í norðurhluta Íraks. Að minnsta kosti þrettán manns særðust í árásinni sem beindist gegn írökskum lögreglumönnum og öryggissveitum. Erlent 13.10.2005 15:18
28 látnir í Írak Fimmtán fórust í sjálfsmorðssprengjuárás við lögregluskóla í borginni Hilla í Írak í morgun á svæði sem kallað er þríhyrningur dauðans. Fyrr um daginn féllu tveir óbreyttir borgarar í Bagdad þegar bílsprengja var sprengd við bandaríska herbílalest. Erlent 13.10.2005 15:18
Tveir létust í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti tveir létust í sjálfsmorðsárás í Bagdad í morgun. Árásarmaðurinn ók leigubíl sem sprakk við vegatálma lögreglunnar við veg sem liggur að höfuðstöðvum Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak. Að minnsta kosti tuttugu og þrír eru sárir eftir árásina. Allawi sjálfur var víðsfjarri þegar árásin var gerð. Erlent 13.10.2005 15:17
Átján þjóðvarðliðar myrtir Árásarmaður myrti átján írakska þjóðvarðliða og óbreytta borgara í sjálfsmorðsárás fyrir norðan Bagdad í Írak í morgun. Mjög er óttast að árásir af þessum toga muni aukast til mikilla muna næstu vikurnar enda reyna uppreisnarmenn í Írak allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þingkosningar verði haldnar í landinu í lok janúar. Erlent 13.10.2005 15:17
43 féllu í Írak Alls féllu 43 fyrir hendi íraskra andspyrnumanna í gær. Af hinum föllnu voru flestir lögreglumenn. Árásirnar voru gerðar aðeins degi eftir að stærsti stjórnmálaflokkur súnní-múslima ákvað að bjóða ekki fram í kosningunum í janúar vegna stigvaxandi ofbeldis. Erlent 13.10.2005 15:15
13 írakskir lögreglumenn drepnir Skæruliðar felldu þrettán írakska lögreglumenn og særðu tvo í geysiharðri árás sem þeir gerðu á lögreglustöð í borginni Tíkrit í Írak í morgun. Margskonar vopnum var beitt og reyndu lögreglumennirnir að verjast en ekki fer sögum af mannfalli í röðum skæruliða. Erlent 13.10.2005 15:15
Níu liggja í valnum Níu fórust og 39 særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks sjía var skotmark árásarmannsins en hann sakaði hins vegar ekki. Erlent 13.10.2005 15:15
Níu látnir og 40 særðir í Bagdad Að minnsta kosti níu menn fórust og fjörutíu særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar helsta stjórnmálaflokks sjíta í Bagdad í Írak í morgun. Flokkurinn var stofnaður í stjórnartíð Saddams Husseins og voru leiðtogar hans í útlegð þar til Saddam var steypt af stóli. Erlent 13.10.2005 15:15
Stærsti flokkur súnníta hættur við Stærsti flokkur súnníta í Írak hefur hætt við þátttöku í kosningunum sem fram eiga að fara þann 30. janúar næstkomandi. Talsmenn flokksins segja að ekki hafi verið orðið við kröfum sem flokkurinn setti fram og setti sem skilyrði fyrir þátttöku. Flokksmenn eru þrátt fyrir þetta ekki hvattir til að sniðganga kosningarnar. Erlent 13.10.2005 15:15
14 létust og 33 særðust í Írak Fjórtán létust og þrjátíu og þrír særðust þegar tvær sprengjur sprungu í tveimur árásum suður af Bagdad í gærkvöld. Níu létust og þrettán særðust í sjálfsmorðsárás þegar bifreið hlaðin sprengiefnum ók inn í vegatálma. Þeir sem létust voru úr þjóðvarðliðinu og lögreglunni, auk nokkurra óbreyttra borgara. Erlent 13.10.2005 15:14