Erlent

Innrás í Mósúl undirbúin

Þjóðvarnarlið Íraka og hermenn frá Bandaríkjunum og fleiri löndum munu brátt ráðast til atlögu í borginni Mósúl í norðurhluta Íraks til þess að uppræta aðgerðir uppreisnarmanna. Þetta tilkynntu stjórnvöld í Írak í gær. Síðan ráðist var til atlögu við uppreisnarmenn í Fallujah í nóvember hefur ástandið jafnt og þétt versnað í Mósúl og þar hefur trekk í trekk verið ráðist á lögreglustöðvar og bækisstöðvar þjóðvarnarliðsmanna. Búist er við að aðgerðir uppreisnarmanna harðni fram að kosningum sem fara eiga fram þann 30. janúar og í gær nefndi forseti Íraks þann möguleika að kosningunum yrði frestað vegna þess. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, er hins vegar algerlega andsnúinn þeim möguleika.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×