Guðni stendur við fyrri orð 18. janúar 2005 00:01 Þessi yfirlýsing staðfestir með skýrum hætti ákvörðun og atburðarás þessa máls. Þetta er sannleikur málsins og finnst mér gott að hann er kominn mjög skýrt fram þótt þetta hafi í rauninni oft verið sagt bæði af forsætisráðherra og utanríkisráðherra," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. "Það er alveg skýrt í mínum huga, og ég hef aldrei haldið öðru fram, að ákvörðunin um að styðja með pólitískri yfirlýsingu þessar hernaðaraðgerðir Breta, Bandaríkjamanna og fleiri lýðræðisríkja, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Enda segir að utanríkisráðherra skuli í samráði við forsætisráðherra taka slíkar pólitískar ákvarðanir," segir hann. "Ég get staðfest það að þetta Íraksmál hefur á síðustu árum verið margrætt í ríkisstjórn, utanríkismálanefnd, á vegum Alþingis og í flokkunum, á fundum flokkanna, fyrir og eftir þessa miklu ákvörðun." - Ertu að bakka með það sem þú hefur áður sagt í fjölmiðlum, að ákvörðunin hafi aldrei verið rædd? "Nei, mér finnst það ekki." - Manstu eftir ríkisstjórnarfundinum 18. mars? "Já ég man eftir honum." - Og var þetta rætt þar? "Það var fjallað um það að ef til þessa kæmi, að fara yrði með vopnavaldi inn í Írak til að taka Saddam Hussein úr umferð og snúa þróuninni þar við því hann ógnaði heimsfriðnum, myndum við styðja það pólitískt eins og við gerðum í Júgóslavíu og víðar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu forsætisráðherra sneri það að lofthelginni, að Keflavíkurflugvelli og að því að við vorum sem þjóð tilbúin að taka þátt í uppbyggingu að þessu stríði loknu. Ég vil auðvitað hafa það á hreinu að orðtakið sem ég notaði í viðtalinu á Skjá einum: "Allt orkar tvímælis þá gert er," má nota í öllum svona stórum málum. Auðvitað brjóta menn heilann um það að þetta eru aldrei nein einföld eða auðveld mál." -En ákvörðunin sjálf var ekki rædd? "Ákvörðunin var ekki rædd í sjálfu sér. Staða málsins var auðvitað rædd oft og mörgum sinnum og áreiðanlega þennan dag líka þótt engin bókun sé til um það. Síðar þann dag tóku forsætisráðherra og utanríkisráðherra þessa ákvörðun eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Það liggur jafnframt fyrir í utanríkismálanefnd að þar var tillaga Vinstri grænna felld af því að menn búast við því að það verði að fara með vopnum að Saddam." - Sú tillaga gekk heldur lengra en að styðja ekki innrásina, hún beinlínis fordæmir hana og lýsir andstöðu við hana. Jónína Bjartmarz, sem situr í utanríkismálanefnd, hefur skýrt frá því opinberlega að ákvörðunin sjálf hafi aldrei verið rædd í nefndinni og að nefndin hafi á engan hátt komið að þessari ákvörðun. Hvað segirðu um það? "Ákvörðunin sjálf... menn eru náttúrlega búnir að margskýra hver staða málsins er og eins og ég hef sagt þá ber þeim að taka þessa ákvörðun. Ég lýsti því yfir á þeim tíma, í mars 2003 í Fréttablaðinu, að ég styddi þessa pólitísku ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar. Ég er ekkert að hopa frá því. Hitt mega menn svo hafa í huga að þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista, heldur að lýsa yfir pólitískum stuðningi eins og í Júgóslavíu og víðar." - Getur þá verið að menn hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum ákvörðunarinnar þegar hún var tekin? "Ég tel að menn hafi gert sér grein fyrir því að verið var að sækja manninn sem var að beita efnavopnum. Bandaríkjamenn þekktu hann betur en aðrir menn, höfðu reyndar fóstrað hann hálfpartinn á tímabili og vissu sem var að hann var stórhættulegur. Hann hafði drepið milljón manns í sínu landi, þar á meðal konur og börn, þannig að Bandaríkjamenn og Bretar vissu það auðvitað upp á hár að í svona átökum verður eitthvert mannfall. Auðvitað bera allir harm í huga þegar til svona orrustu er lagt." Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins:Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins:Ákvörðunin rædd eftir áMálið ekki rætt á þingflokksfundi "Þessir leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, þeir tóku þessa ákvörðun. [...] um að vera á þessum lista." Guðmundur Steingrímsson: "Og það er þá rétt sem Kristinn [H. Gunnarsson] segir, að hún var ekki rædd fyrirfram í þingflokknum?" Guðni Ágústsson: "Þeir tóku það, það er alveg viðurkennt, þeir tóku þessa ákvörðun. Auðvitað hefur hún síðan oft verið rædd í ríkisstjórn og í utanríkismálanefnd og þinginu." Guðmundur: Já síðan, en hún var ekki rædd fyrir í utanríkismálanefnd og ekki fyrir í þingflokknum?" Guðni Ágústsson: "Auðvitað var oft búið að ræða um Íraksmál en þessa ákvörðun tóku þeir og af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá. Þeir verða auðvitað bara að verja sig í því." Kristinn vísar jafnframt í ummæli Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem situr í utanríkismálanefnd, sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins 24. mars 2003. Þar segir: "Aðspurður hvort eining væri um málið innan þingflokks framsóknarmanna segir Magnús: "Við höfum ekki fjallað um þetta á þingflokksfundi, þannig að það liggur ekki fyrir nein umfjöllun um málið."" "Ég er búinn að láta fara í gegn um þingflokksfundarbækur, og var jafnframt þingflokksformaður á þessum tíma og tel mig nú vera dómbæran á það hvað var rætt í þingflokknum. Ég stend við það að Íraksmálið var ekki rætt fyrir ákvörðun, hvorki almennt, né hvort við ættum að styðja innrásina í Írak, og hefur ekki verið rætt síðan. Að öðru leiti er Guðni að staðfesta það að tveir menn tóku ákvörðunina, þeir verði að verja hana. Hann hefur einnig sagt að ákvörðunin orki tvímælis, en með því er hann að veita andstæðingum innrásarinnar stuðning," segir Kristinn. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Þessi yfirlýsing staðfestir með skýrum hætti ákvörðun og atburðarás þessa máls. Þetta er sannleikur málsins og finnst mér gott að hann er kominn mjög skýrt fram þótt þetta hafi í rauninni oft verið sagt bæði af forsætisráðherra og utanríkisráðherra," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. "Það er alveg skýrt í mínum huga, og ég hef aldrei haldið öðru fram, að ákvörðunin um að styðja með pólitískri yfirlýsingu þessar hernaðaraðgerðir Breta, Bandaríkjamanna og fleiri lýðræðisríkja, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Enda segir að utanríkisráðherra skuli í samráði við forsætisráðherra taka slíkar pólitískar ákvarðanir," segir hann. "Ég get staðfest það að þetta Íraksmál hefur á síðustu árum verið margrætt í ríkisstjórn, utanríkismálanefnd, á vegum Alþingis og í flokkunum, á fundum flokkanna, fyrir og eftir þessa miklu ákvörðun." - Ertu að bakka með það sem þú hefur áður sagt í fjölmiðlum, að ákvörðunin hafi aldrei verið rædd? "Nei, mér finnst það ekki." - Manstu eftir ríkisstjórnarfundinum 18. mars? "Já ég man eftir honum." - Og var þetta rætt þar? "Það var fjallað um það að ef til þessa kæmi, að fara yrði með vopnavaldi inn í Írak til að taka Saddam Hussein úr umferð og snúa þróuninni þar við því hann ógnaði heimsfriðnum, myndum við styðja það pólitískt eins og við gerðum í Júgóslavíu og víðar. Eins og fram kemur í yfirlýsingu forsætisráðherra sneri það að lofthelginni, að Keflavíkurflugvelli og að því að við vorum sem þjóð tilbúin að taka þátt í uppbyggingu að þessu stríði loknu. Ég vil auðvitað hafa það á hreinu að orðtakið sem ég notaði í viðtalinu á Skjá einum: "Allt orkar tvímælis þá gert er," má nota í öllum svona stórum málum. Auðvitað brjóta menn heilann um það að þetta eru aldrei nein einföld eða auðveld mál." -En ákvörðunin sjálf var ekki rædd? "Ákvörðunin var ekki rædd í sjálfu sér. Staða málsins var auðvitað rædd oft og mörgum sinnum og áreiðanlega þennan dag líka þótt engin bókun sé til um það. Síðar þann dag tóku forsætisráðherra og utanríkisráðherra þessa ákvörðun eins og fram kemur í yfirlýsingunni. Það liggur jafnframt fyrir í utanríkismálanefnd að þar var tillaga Vinstri grænna felld af því að menn búast við því að það verði að fara með vopnum að Saddam." - Sú tillaga gekk heldur lengra en að styðja ekki innrásina, hún beinlínis fordæmir hana og lýsir andstöðu við hana. Jónína Bjartmarz, sem situr í utanríkismálanefnd, hefur skýrt frá því opinberlega að ákvörðunin sjálf hafi aldrei verið rædd í nefndinni og að nefndin hafi á engan hátt komið að þessari ákvörðun. Hvað segirðu um það? "Ákvörðunin sjálf... menn eru náttúrlega búnir að margskýra hver staða málsins er og eins og ég hef sagt þá ber þeim að taka þessa ákvörðun. Ég lýsti því yfir á þeim tíma, í mars 2003 í Fréttablaðinu, að ég styddi þessa pólitísku ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar. Ég er ekkert að hopa frá því. Hitt mega menn svo hafa í huga að þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista, heldur að lýsa yfir pólitískum stuðningi eins og í Júgóslavíu og víðar." - Getur þá verið að menn hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum ákvörðunarinnar þegar hún var tekin? "Ég tel að menn hafi gert sér grein fyrir því að verið var að sækja manninn sem var að beita efnavopnum. Bandaríkjamenn þekktu hann betur en aðrir menn, höfðu reyndar fóstrað hann hálfpartinn á tímabili og vissu sem var að hann var stórhættulegur. Hann hafði drepið milljón manns í sínu landi, þar á meðal konur og börn, þannig að Bandaríkjamenn og Bretar vissu það auðvitað upp á hár að í svona átökum verður eitthvert mannfall. Auðvitað bera allir harm í huga þegar til svona orrustu er lagt." Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins:Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins:Ákvörðunin rædd eftir áMálið ekki rætt á þingflokksfundi "Þessir leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, þeir tóku þessa ákvörðun. [...] um að vera á þessum lista." Guðmundur Steingrímsson: "Og það er þá rétt sem Kristinn [H. Gunnarsson] segir, að hún var ekki rædd fyrirfram í þingflokknum?" Guðni Ágústsson: "Þeir tóku það, það er alveg viðurkennt, þeir tóku þessa ákvörðun. Auðvitað hefur hún síðan oft verið rædd í ríkisstjórn og í utanríkismálanefnd og þinginu." Guðmundur: Já síðan, en hún var ekki rædd fyrir í utanríkismálanefnd og ekki fyrir í þingflokknum?" Guðni Ágústsson: "Auðvitað var oft búið að ræða um Íraksmál en þessa ákvörðun tóku þeir og af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá. Þeir verða auðvitað bara að verja sig í því." Kristinn vísar jafnframt í ummæli Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem situr í utanríkismálanefnd, sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins 24. mars 2003. Þar segir: "Aðspurður hvort eining væri um málið innan þingflokks framsóknarmanna segir Magnús: "Við höfum ekki fjallað um þetta á þingflokksfundi, þannig að það liggur ekki fyrir nein umfjöllun um málið."" "Ég er búinn að láta fara í gegn um þingflokksfundarbækur, og var jafnframt þingflokksformaður á þessum tíma og tel mig nú vera dómbæran á það hvað var rætt í þingflokknum. Ég stend við það að Íraksmálið var ekki rætt fyrir ákvörðun, hvorki almennt, né hvort við ættum að styðja innrásina í Írak, og hefur ekki verið rætt síðan. Að öðru leiti er Guðni að staðfesta það að tveir menn tóku ákvörðunina, þeir verði að verja hana. Hann hefur einnig sagt að ákvörðunin orki tvímælis, en með því er hann að veita andstæðingum innrásarinnar stuðning," segir Kristinn.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira