Björgunarsveitir

Fréttamynd

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku

Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Veður­skil­yrði slæm og flug­vélin verður ekki sótt í dag

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættu­legt fyrir kafara að komast að og veður­skil­yrði slæm næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni

Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitt­hvað“

Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst.

Innlent
Fréttamynd

Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn Píla loks fundin eftir björgun úr ótrúlegum aðstæðum

Um tuttugu björgunarsveitarmenn frá Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði voru að störfum í kvöld við erfiðar aðstæður í Ófæru, þar sem unnið var að því að koma hundinum Pílu niður heilu og höldnu. Píla hafði verið týnd í nærri þrjár vikur en kajakræðari kom auga á hana í dag. Hún komst í langþráðan faðm eigenda sinna í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tré rifnuðu og trampolín fuku

Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu

Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Örmagna göngumanni bjargað við Keili

Björgunarsveitarfólk kom göngumanni til bjargar norðvestur af Keili eftir hádegið í dag eftir neyðarkall hans vegna þreytu. Viðkomandi hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13 og var hann kominn upp í björgunarsveitarbíl þremur og hálfri klukkustund síðar.

Innlent
Fréttamynd

Þak fauk af skúr í Ólafs­vík

Björgunarsveitarmenn í Ólafsvík á Snæfellsnesi voru kallaðir út á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar tilkynnt var um að þakplötur væru að fjúka af skúr í bænum.

Innlent
Fréttamynd

„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“

Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti í Grindavík

Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 

Innlent