Innlent

Ríf­lega eitt hundrað leita Svan­hvítar

Árni Sæberg skrifar
thumbnail_Svanhvít

Ríflega eitt hundrað björgunarsveitarmenn leita nú Svanhvítar Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Síðast er vitað um ferðir hennar klukkan 13:00 í gær.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg staðfestir við Ríkisútvarpið að Svanhvítar sé leitað af rúmlega eitt hundrað björgunarsveitarmönnum á Völlunum, við Hvaleyrarvatn, Krísuvíkurveg og Straumsvík.

Síðast er vitað um ferðir Svanhvítar um kl. 13:00 í gær þegar hún fór frá heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði. Svanhvít var þá klædd í gráar joggingbuxur og hettupeysu en ekki er vitað um lit peysunnar. Þá var hún með hárið í háu tagli. 

Þá er talið er að Svanhvít hafi verið á hvítu rafhlaupahjóli, tegund XIAOMI M365 sem er hvítt að lit. Þeir sem hafa séð þannig hjól á Hafnarfjarðasvæðinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í gegnum 112, sem og þeir sem búa yfir öðrum upplýsingum um ferðir hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×