Innlent

Björguðu villtum ferða­mönnum við gos­stöðvarnar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ferðamennirnir villtust af leið í þoku.
Ferðamennirnir villtust af leið í þoku. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður.

Kallið barst klukkan 18 en ferðamennirnir höfðu villst af leið í þoku. Þeim tókst að koma hnitum úr farsíma til björgunarsveita, þar sem símasamband var á svæðinu. Björgunaraðilar höfðu upp á fólkinu um hálftíma síðar og fylgdu þeim niður á bílastæði.

Ferðamönnunum varð ekki meint af og allir björgunarsveitarhópar voru „komnir í hús rétt rúmlega sjö,“ eins og segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×