Innlent

Björguðu vélarvana báti við Mölvík

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björgunarsveitarmenn að draga bát til hafnar í Grindavík.
Björgunarsveitarmenn að draga bát til hafnar í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fór í þrjú útköll í dag, tvö úti á sjó og eitt á landi.

Klukkan níu í morgun fór sveitin að sækja veðurdufl sem hafði slitnað og var á reki sunnan við Grindavík.

Klukkan þrjú fór sveitin aftur út á sjó, nú til að aðstoða lítinn bát sem varð vélarvana við Mölvík. Báturinn var dreginn til hafnar í Grindavík.

Svo klukkan fimm var óskað eftir aðstoð sveitarinnar vegna fjórhjólaslyss í nágrenni við Eldvörp.

Í færslu björgunarsveitarinnar á Facebook segir að vel hafi gengið að leysa öll verkefni dagsins og telja að góða veðrið í dag hafi gert gæfumuninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×