Fjármálafyrirtæki Afkoma Póstsins skipti engu í huga stjórnarformannsins, aðeins pólitík Birgir Jónsson, forstjóri Play og áður forstjóri Íslandspósts, segir Bjarna Jónsson, þingmann VG og fyrrverandi stjórnarformann Íslandspósts, vera „holdgervingur þess að pólitísk hrossakaup fari alls ekki saman við meðhöndlun fyrirtækja eða verðmæta í almannaeigu.“ Innherji 10.4.2022 12:02 Þetta er ríkisstjórn þjófa Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust. Skoðun 10.4.2022 09:30 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. Innlent 9.4.2022 18:32 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Innlent 9.4.2022 17:03 Mótmæla bankasölunni á Austurvelli Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Innlent 9.4.2022 15:03 Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Innlent 9.4.2022 12:45 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. Innlent 9.4.2022 10:37 Mörgum spurningum ósvarað Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Skoðun 9.4.2022 08:01 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. Innlent 8.4.2022 20:00 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. Innlent 8.4.2022 18:53 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Innlent 8.4.2022 18:31 Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. Innlent 8.4.2022 17:32 Óheppilegt Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Skoðun 8.4.2022 17:30 Hvernig gefa á ríku fólki meiri peninga Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Skoðun 8.4.2022 15:30 Rannsókn á bankasölu Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Skoðun 8.4.2022 15:01 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 8.4.2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Viðskipti innlent 8.4.2022 12:31 Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. Innlent 8.4.2022 11:55 Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu. Innherji 8.4.2022 09:39 Einn fagfjárfesta segir bréfin hafa verið undirverðlögð Einn þeirra fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum segir að bréfin hafi verið undirverðlögð. Viðskipti innlent 8.4.2022 07:24 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. Viðskipti innlent 7.4.2022 18:58 Vá hvað ég er pirruð og svekkt Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi. Skoðun 7.4.2022 17:00 Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Viðskipti erlent 7.4.2022 14:11 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. Viðskipti innlent 7.4.2022 12:24 Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Innlent 7.4.2022 12:20 Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 7.4.2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. Viðskipti innlent 7.4.2022 10:06 Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Viðskipti innlent 7.4.2022 09:25 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Innlent 7.4.2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. Innlent 7.4.2022 07:58 « ‹ 28 29 30 31 32 33 34 35 36 … 58 ›
Afkoma Póstsins skipti engu í huga stjórnarformannsins, aðeins pólitík Birgir Jónsson, forstjóri Play og áður forstjóri Íslandspósts, segir Bjarna Jónsson, þingmann VG og fyrrverandi stjórnarformann Íslandspósts, vera „holdgervingur þess að pólitísk hrossakaup fari alls ekki saman við meðhöndlun fyrirtækja eða verðmæta í almannaeigu.“ Innherji 10.4.2022 12:02
Þetta er ríkisstjórn þjófa Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust. Skoðun 10.4.2022 09:30
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. Innlent 9.4.2022 18:32
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Innlent 9.4.2022 17:03
Mótmæla bankasölunni á Austurvelli Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Innlent 9.4.2022 15:03
Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Innlent 9.4.2022 12:45
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. Innlent 9.4.2022 10:37
Mörgum spurningum ósvarað Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Skoðun 9.4.2022 08:01
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. Innlent 8.4.2022 20:00
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. Innlent 8.4.2022 18:53
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Innlent 8.4.2022 18:31
Stefna á að birta niðurstöður úttektarinnar í júní Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní. Innlent 8.4.2022 17:32
Óheppilegt Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Skoðun 8.4.2022 17:30
Hvernig gefa á ríku fólki meiri peninga Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Skoðun 8.4.2022 15:30
Rannsókn á bankasölu Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Skoðun 8.4.2022 15:01
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 8.4.2022 13:58
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. Viðskipti innlent 8.4.2022 12:31
Mörgum spurningum ósvarað um söluna: „Til marks um algert forystuleysi og vanhæfni“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún sá lista yfir þá sem fengu að kaupa í útboði Íslandsbanka á dögunum og segir mörgum spurningum ósvarað. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur kallað eftir frekari svörum og gagnrýnir ráðherra fyrir forystuleysi og vanhæfni. Innlent 8.4.2022 11:55
Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu. Innherji 8.4.2022 09:39
Einn fagfjárfesta segir bréfin hafa verið undirverðlögð Einn þeirra fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum segir að bréfin hafi verið undirverðlögð. Viðskipti innlent 8.4.2022 07:24
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. Viðskipti innlent 7.4.2022 18:58
Vá hvað ég er pirruð og svekkt Ég er einlægur talsmaður þess að selja Íslandsbanka. Ég sat í efnahags- og viðskiptanefnd á síðasta kjörtímabili þegar við hófum sölu á bankanum þá í opnu útboði. Það tókst vel þegar um 24þ hluthafar eignuðust hlut í bankanum og varð þá fjölmennasta almenningshlutafélag á Íslandi. Skoðun 7.4.2022 17:00
Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Viðskipti erlent 7.4.2022 14:11
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. Viðskipti innlent 7.4.2022 12:24
Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Innlent 7.4.2022 12:20
Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. Innlent 7.4.2022 11:07
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. Viðskipti innlent 7.4.2022 10:06
Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Viðskipti innlent 7.4.2022 09:25
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Innlent 7.4.2022 08:53
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. Innlent 7.4.2022 07:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent