„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Snorri Másson skrifar 26. apríl 2022 22:00 Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað. Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað.
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00