Innlent

Fyrr­verandi aðal­hag­fræðingur Lands­bankans skipaður skrif­stofu­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Daníel Svavarsson.
Daníel Svavarsson. Stjr

Daníel Svavarsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. maí síðastliðnum.

Þetat kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar kemur fram að Daníel hafi meistaragráðu í hagfræði og hafi lokið doktorsprófi í viðskiptafræði frá Gautaborgarháskóla árið 2005. 

„Hann hefur um tveggja áratuga reynslu af efnahagsgreiningum og starfaði m.a. um fimm ára skeið í Seðlabanka Íslands og gegndi stöðu aðalhagfræðings Landsbankans síðastliðin 12 ár.

Skrifstofa verðmætasköpunar vinnur þvert á málaflokka ráðuneytisins með verðmætasköpun, samkeppnishæfni og sjálfbærni að leiðarljósi. Skrifstofan er leiðandi í greiningu og miðlun, þ.m.t. hagrænum rannsóknum á þeim málaflokkum er heyra undir ráðuneytið. Kemur skrifstofan þannig að stefnumótun á fjölbreyttum málefnasviðum ráðuneytisins og tengir saman menningu, viðskipti, fjölmiðla og ferðaþjónustu.

Það er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í embættið,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×