Japan Fyrrverandi heimsmeistari annar þeirra látnu Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. Erlent 30.1.2023 16:36 Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. Erlent 30.1.2023 14:48 Skólar rýmdir í Japan vegna sprengjuhótana Lögregla í Japan leitar nú að manni sem hefur sent fjölmargar sprengjuhótanir til skóla víðsvegar um landið en hótanirnar hafa leitt til þess að rýma hefur þurft hundruð skólabygginga. Erlent 26.1.2023 07:47 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Innlent 19.1.2023 18:08 Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. Erlent 13.1.2023 09:03 Ákæra gefin út vegna morðsins á Shinzo Abe Embætti ríkissaksóknara í Japan hafa gefið út ákæru á hendur 41 árs manni vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Erlent 13.1.2023 07:33 Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“ Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. Sport 11.1.2023 22:32 Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Erlent 11.1.2023 07:28 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. Innlent 9.1.2023 22:42 Borga Tókýóbúum milljón krónur á barn fyrir að flytja frá borginni Stjórnvöld í Japan hyggjast nú bjóða fjölskyldum eina milljón króna á barn fyrir að flytja frá Tókýó til strjálbýlari svæða landsins. Markmiðið er að draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni. Erlent 3.1.2023 07:28 Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Sport 27.12.2022 12:30 Sautján látnir í Japan vegna fannfergis Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum. Erlent 26.12.2022 09:47 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00 Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Innlent 5.12.2022 15:37 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56 Húsleit í rannsókn á spillingu í kringum Ólympíuleikana Saksóknarar í Tókýó gerðu húsleit hjá stórri auglýsingastofu og viðburðafyrirtæki í tengslum við rannsókn á spillingu sem er talin hafa átt sér stað í kringum Ólypmpíuleikana sem voru haldnir í borginni. Fyrirtækin eru grunuð um að hafa hagrætt útboðum sem tengdust leikunum. Erlent 25.11.2022 09:08 Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10 Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. Lífið 20.10.2022 22:00 Bakkaði óvart á elsta klósett Japan Starfsmaður samtaka sem sjá um minjavarðveislu í Kyoto í Japan bakkaði óvart bifreið sinni á elsta klósett landsins. Klósettið, sem er um fimm hundruð ára gamalt, verður í viðgerð næstu mánuði. Erlent 18.10.2022 11:08 Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Menning 14.10.2022 09:59 Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9.10.2022 12:30 Verstappen heimsmeistari eftir sigur í Japan Max Verstappen, ökuþór Red Bull, tyggði sér núna í morgun sinn annan heimsmeistaratitill í röð eftir að hafa unnið japanska kappaksturinn. Formúla 1 9.10.2022 10:07 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54 Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Erlent 6.10.2022 12:25 Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. Bíó og sjónvarp 5.10.2022 15:49 Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Erlent 5.10.2022 08:42 Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. Erlent 4.10.2022 06:48 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Erlent 27.9.2022 07:32 Japanir saka Rússa um að hafa beitt meintan njósnara harðræði Rússneska öryggisþjónustan greindi frá því í gær að japanskur konsúll hefði verið handtekinn vegna gruns um njósnir og skipað að yfirgefa landið. Erlent 27.9.2022 06:52 Japan opnar landamærin í október og styrkir ferðaþjónustu Langt hlé hefur verið á ferðamennsku í Japan vegna kórónuveirufaraldursins en nú er útlit fyrir að varúðarráðstafanir vegna faraldursins verði látnar niður falla og landamærin opnuð á ný. Erlent 23.9.2022 18:05 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 17 ›
Fyrrverandi heimsmeistari annar þeirra látnu Kyle Smaine, fyrrverandi heimsmeistari í skíðum í hálfpípu (e. half-pipe), er annar þeirra sem létust í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Smaine var 31 árs gamall og hafði ekki keppt í skíðaíþróttum í fimm ár. Erlent 30.1.2023 16:36
Tveir létu lífið í snjóflóði í Japan Tveir karlmenn létu lífið í snjóflóði í Nagano-héraði í Japan í gær. Mennirnir voru hluti af fimm manna hóp sem var að skíða í Hakuba Norikura-fjallinu en hinir þrír komust undan flóðinu. Erlent 30.1.2023 14:48
Skólar rýmdir í Japan vegna sprengjuhótana Lögregla í Japan leitar nú að manni sem hefur sent fjölmargar sprengjuhótanir til skóla víðsvegar um landið en hótanirnar hafa leitt til þess að rýma hefur þurft hundruð skólabygginga. Erlent 26.1.2023 07:47
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. Innlent 19.1.2023 18:08
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. Erlent 13.1.2023 09:03
Ákæra gefin út vegna morðsins á Shinzo Abe Embætti ríkissaksóknara í Japan hafa gefið út ákæru á hendur 41 árs manni vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Erlent 13.1.2023 07:33
Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“ Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. Sport 11.1.2023 22:32
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Erlent 11.1.2023 07:28
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. Innlent 9.1.2023 22:42
Borga Tókýóbúum milljón krónur á barn fyrir að flytja frá borginni Stjórnvöld í Japan hyggjast nú bjóða fjölskyldum eina milljón króna á barn fyrir að flytja frá Tókýó til strjálbýlari svæða landsins. Markmiðið er að draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni. Erlent 3.1.2023 07:28
Áform um vetrarleika sett á ís vegna mútumáls Japanir hafa gert hlé á sókn sinni eftir gestgjafarétti á Vetrarólympíuleikunum árið 2030 vegna stórfellds mútumáls tengt Ólympíuleikunum í Tókýó. Sakborningurinn Haruyuki Takahashi, fyrrum nefndarmaður í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Sport 27.12.2022 12:30
Sautján látnir í Japan vegna fannfergis Sautján eru látnir og ríflega níutíu slasaðir í Japan vegna gríðarlegrar snjókomu í norðurhluta landsins. Fólk hefur látist eftir að hafa dottið af þökum við snjóhreinsun og eftir að hafa fengið yfir sig snjóhengjur af þökum. Erlent 26.12.2022 09:47
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00
Segir Japani vilja læra af Íslendingum í jafnréttismálum Japönsk yfirvöld eiga mikið verk fyrir höndum en þau vilja jafna stöðu kynjanna og læra af Íslandi í þeirri vegferð að sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en Japanir sitja í 116. sæti jafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins. Innlent 5.12.2022 15:37
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56
Húsleit í rannsókn á spillingu í kringum Ólympíuleikana Saksóknarar í Tókýó gerðu húsleit hjá stórri auglýsingastofu og viðburðafyrirtæki í tengslum við rannsókn á spillingu sem er talin hafa átt sér stað í kringum Ólypmpíuleikana sem voru haldnir í borginni. Fyrirtækin eru grunuð um að hafa hagrætt útboðum sem tengdust leikunum. Erlent 25.11.2022 09:08
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10
Íhuga að halda fegurðarsamkeppni á Íslandi fyrir konur í stærri stærðum Í Japan var haldin á dögunum fegurðarsamkeppnin Today’s Woman fyrir konur í stærri stærðum. Íslensk stúlka sem starfaði við keppnina segir að hugsanlega verði hún haldin á Íslandi í náinni framtíð. Lífið 20.10.2022 22:00
Bakkaði óvart á elsta klósett Japan Starfsmaður samtaka sem sjá um minjavarðveislu í Kyoto í Japan bakkaði óvart bifreið sinni á elsta klósett landsins. Klósettið, sem er um fimm hundruð ára gamalt, verður í viðgerð næstu mánuði. Erlent 18.10.2022 11:08
Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi látinn Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Menning 14.10.2022 09:59
Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9.10.2022 12:30
Verstappen heimsmeistari eftir sigur í Japan Max Verstappen, ökuþór Red Bull, tyggði sér núna í morgun sinn annan heimsmeistaratitill í röð eftir að hafa unnið japanska kappaksturinn. Formúla 1 9.10.2022 10:07
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54
Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Erlent 6.10.2022 12:25
Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir. Bíó og sjónvarp 5.10.2022 15:49
Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Erlent 5.10.2022 08:42
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. Erlent 4.10.2022 06:48
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Erlent 27.9.2022 07:32
Japanir saka Rússa um að hafa beitt meintan njósnara harðræði Rússneska öryggisþjónustan greindi frá því í gær að japanskur konsúll hefði verið handtekinn vegna gruns um njósnir og skipað að yfirgefa landið. Erlent 27.9.2022 06:52
Japan opnar landamærin í október og styrkir ferðaþjónustu Langt hlé hefur verið á ferðamennsku í Japan vegna kórónuveirufaraldursins en nú er útlit fyrir að varúðarráðstafanir vegna faraldursins verði látnar niður falla og landamærin opnuð á ný. Erlent 23.9.2022 18:05