Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 22:42 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Vilhelm Gunnarsson Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að hvalkjötinu hafi verið skipað um borð í erlent flutningaskip í Hafnarfjarðarhöfn nokkrum dögum fyrir jól og voru þetta tæplega þrjú þúsund tonn. Engar upplýsingar hafa þó fengist frá Hval hf. um útflutninginn og er greinilegt að þar á bæ vilja menn hafa sem fæst orð um ferðir skipsins. Við náðum á Kristján Loftsson í höfuðstöðvum Hvals í Hafnarfirði í dag, eftir að hafa ítrekað óskað eftir viðtali um málið, en viðbrögð hans voru að loka hurðinni á okkur um leið og hann sagðist vera upptekinn. Fréttamaður Stöðvar 2 gengur úr höfuðstöðvum Hvals hf. í Hafnarfirði í dag. Forstjórinn, Kristján Loftsson, í glugganum uppi til vinstri eftir að hafa lokað á fréttamann um leið og hann sagðist vera upptekinn.Egill Aðalsteinsson Heimildarmenn fréttastofu segja að kaupendur í Japan hafi ekki aðeins viljað fá allt kjöt sem fékkst á vertíðinni síðastliðið sumar heldur einnig eldri birgðir og hafi allar frystigeymslur verið hreinsaðar út af hvalkjöti, svo mikil hafi ásóknin verið. Forstjóri Hvals kvaðst raunar við upphaf hvalvertíðar síðastliðið sumar engar áhyggjur hafa af markaði fyrir kjötið. „Það er ekkert vesen með það,“ sagði Kristján Loftsson í viðtali í Reykjavíkurhöfn þann 22. júní síðastliðinn. Og vart er við öðru að búast en að stefnt verði á hvalvertíð aftur í sumar miðað við hvað sala hvalkjötsins virðist hafa tekist vel að þessu sinni. Það eru að verða þrjár vikur frá því flutningaskipið lét úr höfn í Hafnarfirði. Okkur er sagt að skipið sé með næga olíu um borð til að komast með farminn alla leið til áfangastaðar í Japan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Hafnarfjörður Hvalfjarðarsveit Japan Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. 2. nóvember 2022 11:15 Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. 25. júlí 2022 14:15 Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01 Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Forstjóri Hvals býst við fyrsta hvalnum á land fyrir helgi Hvalbátarnir héldu til veiða í dag og vonast Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., til að fyrsti hvalurinn verði kominn á land fyrir helgi. Hann efast þó um að það takist að veiða alla kvótann en segir ekkert vesen að selja hvalkjötið. 22. júní 2022 22:22 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að hvalkjötinu hafi verið skipað um borð í erlent flutningaskip í Hafnarfjarðarhöfn nokkrum dögum fyrir jól og voru þetta tæplega þrjú þúsund tonn. Engar upplýsingar hafa þó fengist frá Hval hf. um útflutninginn og er greinilegt að þar á bæ vilja menn hafa sem fæst orð um ferðir skipsins. Við náðum á Kristján Loftsson í höfuðstöðvum Hvals í Hafnarfirði í dag, eftir að hafa ítrekað óskað eftir viðtali um málið, en viðbrögð hans voru að loka hurðinni á okkur um leið og hann sagðist vera upptekinn. Fréttamaður Stöðvar 2 gengur úr höfuðstöðvum Hvals hf. í Hafnarfirði í dag. Forstjórinn, Kristján Loftsson, í glugganum uppi til vinstri eftir að hafa lokað á fréttamann um leið og hann sagðist vera upptekinn.Egill Aðalsteinsson Heimildarmenn fréttastofu segja að kaupendur í Japan hafi ekki aðeins viljað fá allt kjöt sem fékkst á vertíðinni síðastliðið sumar heldur einnig eldri birgðir og hafi allar frystigeymslur verið hreinsaðar út af hvalkjöti, svo mikil hafi ásóknin verið. Forstjóri Hvals kvaðst raunar við upphaf hvalvertíðar síðastliðið sumar engar áhyggjur hafa af markaði fyrir kjötið. „Það er ekkert vesen með það,“ sagði Kristján Loftsson í viðtali í Reykjavíkurhöfn þann 22. júní síðastliðinn. Og vart er við öðru að búast en að stefnt verði á hvalvertíð aftur í sumar miðað við hvað sala hvalkjötsins virðist hafa tekist vel að þessu sinni. Það eru að verða þrjár vikur frá því flutningaskipið lét úr höfn í Hafnarfirði. Okkur er sagt að skipið sé með næga olíu um borð til að komast með farminn alla leið til áfangastaðar í Japan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Hafnarfjörður Hvalfjarðarsveit Japan Sjávarútvegur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. 2. nóvember 2022 11:15 Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. 25. júlí 2022 14:15 Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01 Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Forstjóri Hvals býst við fyrsta hvalnum á land fyrir helgi Hvalbátarnir héldu til veiða í dag og vonast Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., til að fyrsti hvalurinn verði kominn á land fyrir helgi. Hann efast þó um að það takist að veiða alla kvótann en segir ekkert vesen að selja hvalkjötið. 22. júní 2022 22:22 Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. 2. nóvember 2022 11:15
Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. 25. júlí 2022 14:15
Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. 23. júlí 2022 13:01
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Forstjóri Hvals býst við fyrsta hvalnum á land fyrir helgi Hvalbátarnir héldu til veiða í dag og vonast Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., til að fyrsti hvalurinn verði kominn á land fyrir helgi. Hann efast þó um að það takist að veiða alla kvótann en segir ekkert vesen að selja hvalkjötið. 22. júní 2022 22:22
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42