Stjórnsýsla

Fréttamynd

Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra

Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar

Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja um bætur við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur sem sótti um starf þjóðgarðsvarðar, vegna þess að jafnréttislög voru brotin. Spurt er um ábyrgð formanns nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar stofnanir verði á lands­byggðinni

For­sætis­ráð­herra hefur brýnt fyrir ráð­herrum að hugsa til lands­byggðarinnar þegar nýjar stofnanir eru settar á lag­girnar. Minnis­blað um málið lagt fram í ríkis­stjórn. Fjórar nýjar stofnanir eru í far­vatninu á yfir­standandi þing­vetri.

Innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að geta treyst gögnunum

Villur í hagtölum Hagstofunnar hafa verið óvenjutíðar á árinu. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir hagtölur þurfa að endurspegla þróun hagkerfisins. Fyrirtæki og stofnanir þurfi að geta treyst þeim. Hagstofustjóri segir að ekki hafi verið slakað á í gæðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi

Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða um áminningu liggur ekki fyrir

Dómsmálaráðherra hefur ekki útskýrt fyrir umboðsmanni Alþingis hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri var ekki áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis hans, vegna máls er varðaði hans eigin hagi.

Innlent
Fréttamynd

Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans

Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af.

Innlent