Skrásetningargjöld - útilokun öryrkja? Lilja Guðmundsdóttir og Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir skrifar 10. mars 2020 05:45 Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Er í lagi að mismuna tekjulægsta hóp landsins með allt of háum skrásetningargjöldum og þar með takmarka verulega framtíð á vinnumarkaði? Skrásetningargjöld Háskóla Íslands hafa verið í umræðunni upp á síðkastið vegna mögulegrar hækkunar. Stúdentar eru núna að borga 75 þúsund kr. fyrir hvert ár en það má velta því fyrir sér hvað við séum í raun að borga fyrir? Öryrkjar greiða 50.000 kr. í stað 75.000 kr. í skrásetningargjöld. Það er þung byrði fyrir öryrkja, sem nú þegar telja hverja einustu krónu, sérstaklega ef umræða um hækkun skrásetningargjalda á að koma til á næstu árum. Fólk með skerta heilsu og starfsgetu þarf oft að nýta aðra færni en líkamlega við vinnu. Hvað eykur líkurnar á að fá vinnu við hæfi í þeim tilfellum? Jú, maður skráir sig í háskóla og sækir sér menntun, vhúhú! En bíddu nú við? Hvernig eiga öryrkjar að hafa efni á að skrá sig í háskólanám þegar háskólaráð Háskóla Íslands vill ræða hækkun á almennum skrásetningargjöldum um 39% og Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) veitir ekki lán fyrir skrásetningargjöldum enda eiga þau ekki að vera svo há að þau séu byrði fyrir stúdenta. Hvernig ætla stjórnvöld að bregðast við því að fatlaðir og öryrkjar útilokist frá framhaldsmenntun!? Útgreiddur örorkulífeyrir eru innan við 220.000 kr. á mánuði í dag. Það er ekki nóg til að lifa út mánuðinn, hvað þá sem háskólanemi sem hefur enga möguleika á að hækka tekjurnar. Öll orka og starfsgeta fer í það að sinna náminu. Ef við skoðum Norðurlöndin, t.d. Noreg, sjáum við að framhaldsmenntun þar er mun aðgengilegri enda skrásetningargjöld um 22 þúsund kr. fyrir hinn almenna stúdent í ríkisreknum háskóla. Menntun þar er því aðgengileg enda græða allir á því að hafa menntað fólk í samfélaginu! Menntun er máttur. Við hvetjum því stjórnvöld, háskóla landsins og sérstaklega Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, til þess að tryggja að mannréttindi verði tryggð á Íslandi og aðgengi að háskólamenntun verði aukið. Hvers vegna þurfa að vera skrásetningargjöld á Íslandi? Verum í fremstu röð og tryggjum aðgengi að háskólamenntun með lækkun skrásetningargjalda. HÁSKÓLI FYRIR ALLA!Höfundar eru Lilja Guðmundsdóttir, Stúdentaráðliði fyrir hönd Röskvu ogMargrét Lilja Aðalsteinsdóttir, fulltrúi stúdenta í Ráði Háskóla Íslands um Málefni Fatlaðs Fólks og verkefnastjóri Ungliðahreyfingar ÖBÍ.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun