Ísland áfram á gráa listanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2020 14:29 Ísland rataði í október á gráan lista samtakanna FATF. Þar eru lönd sem hafa heitið úrbótum í baráttunni gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem samtökin ætlað að fylgjast náið með. GETTY/CASPAR BENSON Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. Þetta varð ljóst eftir að fundi aðildarríkja samtakanna lauk í lok síðustu viku, án þess að staða Íslands á listanum breyttist. Kjarninn greindi fyrst frá niðurstöðum fundarins, en ýmis fylgigögn honum tengdum má nálgast hér.Ísland var í október sett á gráan lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Grái listinn nær yfir ríki sem eru af hinu opinbera sögð „samvinnufús og aðgerðaáætlun um endurbætur eru í farvegi.“ FATF-hópurinn fundar þrisvar á ári; í febrúar, júní og október. Stjórnvöld höfðu áður bundið vonir við að Ísland kæmist af listanum strax í febrúar. Dómsmálaráðherra sló þó á þær væntingar í lok janúar, þegar hún sagði að horft væri til þess að losna af listanum í október. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafði einnig áður sagt að febrúar væri óraunhæft viðmið.Í fyrrnefndum fylgigögnum má sjá að 18 ríki eru á gráa lista FATF að febrúarfundinum loknum. Tvö Evrópuríki eru á listanum, Ísland og Albanía, en meðal annarra landa má nefna Kambódíu, Jemen, Sýrland, Zimbabwe og Bahamaeyjar. Þar má jafnframt nálgast rökstuðning FATF fyrir áframhaldandi veru Íslands á listanum. Í honum er drepið á þeim vilyrðum sem borist hafa frá íslenskum stjórnvöldum og aðgerðum sem þau hafa gripið til, eins og að fjölga í starfsliði eftirlitsstofnanna sem hafa með varnir gegn peningaþvætti að gera. Í rökstuðningnum er Íslendingum ráðlagt að halda áfram innleiðingu aðgerðaráætlunar sinnar um að sníða hnökrana af vörnum sínum í þessum efnum. Til að mynda að koma skráningu á raunverulegum eigendum íslenskra félaga í æskilegt horf. Félög hafa til 1. mars næstkomandi til að ganga frá þessari skráningu ellegar gætu þau átt von á sektum. Greining FATF á stöðu Íslands að loknum febrúarfundinum.fatf
Alþingi Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Stjórnsýsla Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Forstjóri FME segir peningaþvættisvarnir bankanna geta orðið betri Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir athugun á peningaþvættisvörnum stóru bankanna ekki hafa komið gífurlega illa út fyrir þá. 23. desember 2019 19:00