Innlent

Arndís Soffía nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum

Andri Eysteinsson skrifar
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu við Heiðarveg.
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu við Heiðarveg. Skjáskot/Já

Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur, hefur verið skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl. Frá skipaninni er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Arndís er eins og áður segir lögfræðingur sem á að baki starfsferil innan lögreglunnar og hefur gengt stöðu staðgengils sýslumanns á Suðurlandi. Arndís hefur þá einnig setið á þingi sem varaþingmaður Suðurkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð (2009-2013) og kom hún þá inn á þing fyrir Atla Gíslason.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að flytja aukin verkefni til embættisins, með það að markmiði að efla embættið í Vestmannaeyjum, og mun Arndís meðal annars koma að innleiðingu þeirra verkefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×