Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún. Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Hávær krafa hefur verið um að ráðherrann grípi inn í mál íranskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi. Áslaug Arna minnist ekki á mál Shahidi-fjölskyldunnar sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna daga í færslu sem hún skrifar á Facebook-síðu sína í kvöld. Þar fer hún almennt yfir stöðu útlendingamála og hælisleitenda á Íslandi. Hún segir að með tilkomu kærunefndar útlendingamála árið 2015 hafi úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd færst frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar. Nefndinni hafi ekki síst verið komið á fót vegna gagnrýni frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands á að ráðuneyti hafi endurskoðað ákvarðanir undirstofnana sinna áður. „Kærunefnd útlendingamála hefur sömu valdheimildir og ráðherra sem úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi. Þótt dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni í samræmi við þá ábyrgð sem á honum hvílir samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá hefur ráðherra ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum,“ skrifar Áslaug Arna. Afskipti grafi undan kerfinu Ráðherrann segir að einstök mál sem hafi varpað ljósi á alvarlega galla í kerfinu hafi orðið til þess að stjórnvöld endurskoði reglur um málefni útlendinga. „Slík afskipti heyra til undantekninga en réttlæta ekki stöðug inngrip stjórnmálamanna. Slík háttsemi grefur undan kerfinu og dregur úr fagmennsku við framkvæmdina,“ skrifar Áslaug Arna. Mál Shahidi-fjölskyldunnar hefur ekki síst vakið athygli vegna transpiltsins Maní. Fjölskyldan segist óttast hrottalegt ofbeldi verði henni á endanum vísað til Írans. Íslensk stjórnvöld ætla að vísa fjölskyldunni til Portúgal þar sem hún hafði fyrst viðkomu á leið sinni til Íslands. Maní var lagður inn á barnageðdeild á dögunum en áfram stendur til að vísa fjölskyldunni úr landi. Áslaug Arna segir að Útlendingastofnun bjóði nú börnum í fylgd til viðtals eftir aldri þeirra og þroska. Málsmeðferðartími hafi verið styttur í málefnum barna til að tryggja að þau fái efnismeðferð hafi mál þeirra dregist. „Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að því að endurmeta lagaumhverfið á þessu sviði. Líkt og flestir vil ég mæta þeim sem hingað koma í leit að alþjóðlegri vernd af mannúð og sanngirni. Ég mun áfram beita mér fyrir því að meðferð mála sé sanngjörn og að kerfið sé skilvirkt,“ skrifar hún.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Útlendingastofnun segir að framburður foreldra hafi legið til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar í máli hins íranska Manís sem hafnað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi. Foreldrar hans hafi afþakkað boð Útlendingastofnunar um að viðtal væri tekið við barnið. 19. febrúar 2020 14:09