Andlát

Fréttamynd

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Troy Beckwith er látinn

Ástralski leikarinn Troy Beckwith sem lék í sjónvarpsþáttunum Nágrönnum er látinn 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Minnast tveggja fallinna fé­laga

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnist tveggja fallinna félaga í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Það eru Frímann Grímsson og Júlíus Þór Gunnarsson sem báðir sinntu störfum fyrir Landsbjörgu. Báðir voru bornir til grafar í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Jesse Jane er látin

Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane, sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, er látin. Hún var 43 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Melanie er látin

Bandaríska söngkonan Melanie Safka, sem er betur þekkt sem einungis Melanie, er látin 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Rednex látinn

Anders Sandberg, sem lengi var söngvari sænsku hljómsveitarinnar Rednex, er látinn. Sandberg var 55 ára. 

Lífið
Fréttamynd

Leik­stjórinn Norman Jewi­son er fallinn frá

Kanadíski leikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In The Heat Of The Night og Fiðlaranum á þakinu.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn David Gail látinn

Bandaríski leikarinn David Gail, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210 og Port Charles, er látinn 58 ára að aldri. Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að.

Lífið
Fréttamynd

Það verður gott að sakna Auðar Haralds og muna hana

Í dag kvöddu ættingjar og vinir Auði Haralds í einstaklega fallegri athöfn í Hallgrímskirkju. Tónlistin í höndum karlakórsins Voces Masculorum með frábærum einsöng Þorsteins Freys Sigurðssonar við píanóundirleik Sveins Arnars Sæmundssonar. Karl V. Matthíasson þjónaði fyrir altari og gerði það fallega og einlæglega og lýsti Auði vel og af virðingu í minningarorðum.

Lífið
Fréttamynd

Guð­rún Jóns­dóttir er látin

Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Leikarinn Adan Canto er látinn

Bandaríski leikarinn Adan Canto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, er látinn. Hann varð 42 ára.

Lífið
Fréttamynd

For­eldrarnir vilja rann­sókn vegna and­láts Cusack

Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar.

Fótbolti
Fréttamynd

Knattspyrnugoðsögn fallin frá

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Mário Zagallo lést í gær, 92 ára gamall. Hann hampaði fjórum heimsmeistaratitlum sem leikmaður og síðar þjálfari Brasilíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mary Poppins leik­konan Glynis Johns látin

Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði.

Lífið
Fréttamynd

Auður Haralds er látin

Auður Haralds rithöfundur er látin, 76 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir stutt veikindi.

Menning
Fréttamynd

Gil de Ferran er látinn

Gil de Ferran, brasilískur ökuþór og sigurvegari Indianapolis 500 kappakstursins lést úr hjartaáfalli í gær. Hann var 56 ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Tom Wilkinson látinn

Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Þórarinn Snorra­son í Vog­sósum látinn

Þórarinn Snorrason, bóndi í Vogsósum 2 í Selvogi, er látinn, 92 ára að aldri. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á jóladag. Hann hafði legið á sjúkrahúsi um mánaðarskeið eftir að hafa lærleggsbrotnað er hann féll við útistörf við fjárhúsin í Vogsósum en þar stundaði hann sauðfjárbúskap.

Innlent
Fréttamynd

Jacques Delors er látinn

Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. 

Erlent