Lífið

„Harry Klein“ er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregluþjónarnir Harry Klein og Stephan Derrick leystu ófá morðmálin.
Lögregluþjónarnir Harry Klein og Stephan Derrick leystu ófá morðmálin. ZDF

Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Wepper andaðist á sjúkrahúsi í morgun en hann hafði glímt við veikindi um nokkur skeið.

Eiginkona Wepper, hin 49 ára Susanne Kellerman, greindi frá andlátinu í samtali við þýska miðla í morgun.

Nítján þáttaraðir voru framleiddar af Derrick á árunum 1974 til 1998. Þættirnir voru sýndir á RÚV og nutu mikilla vinsælda.

Horst Tappert, sem fór með titilhlutverk þáttanna, lést árið 2008.

Fritz Wepper árið 2017.Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.